Gamlir vinir

Einhvern veginn er ég haldinn þeirri hugmynd að það sé bara eitt sorglegra en að sitja einn heima á föstudagskvöldi, og það er að blogga um það að sitja einn heima. En ég meina hei!

Dagurinn í dag er samt pínku merkilegur. Þannig er nefnilega að fyrr í kvöld fékk ég bréf frá Melissu, systur minni frá því að ég var skiptinemi í Venezulea fyrir 8 árum. Ég hafði fyrir nokkrum árum tapað öllu sambandi við fósturfjölskylduna mína. Lengi hef ég ætlað að gera eitthvað til að ná aftur sambandi við þau en aldrei gert neitt. Í gær tók ég mig til og sendi bréf til AFS í Venezuela og þeir redduðu mér email addressu hjá Melissu, sem skrifaði mér aftur í dag. Magnað!

Það er ótrúlegt hvað maður hefur gert lítið í að halda sambandi við þetta fólk, sem maður var svo ótrúlega náinn fyrir nokkrum árum. Ég komst meðal annars að því að Sandra systir mín, sem var minn besti vinur þetta ár, er gift og á von á barni.

Ég fékk dálítið nostalgíu kast eftir þetta og fór á afs.org og fann þar email addressur hjá tveimur af bestu vinum mínum frá því í Venezuela, Erik frá Noregi og Grace frá Bandaríkjunum. Ég hef haldið samband við besta vin minn frá þessu ári, Matt frá Bandaríkjunum en tapað sambandinu við alla aðra. Allavegana, ég sendi Grace og Erik email í von um að emailið, sem var skráð á síðunni væri ennþá rétt póstfang. Mikið væri gaman að heyra frá þessu fólki aftur.

Mig langar út. Ég er búinn að vera alltof lengi á Íslandi, alveg síðan í ágúst. Fyrir mig er það alltof langur tími á sama stað. 🙂

Anyhow, ég er að horfa á Yankees-Cubs á netinu, fyrsta skiptið í 50 ár, sem þessi lið mætast í Chicago. Djö maður, ég vildi óska þess að ég væri í Chicago þessa stundina, helst með miða á leikinn á morgun, þegar Kerry Wood og Roger Clemens (sem sumir halda fram að sé Anti-Kristur) mætast. Það jafnast ekkert við það á að eyða deginum á Wrigley Field.

2 thoughts on “Gamlir vinir”

  1. Vinkona min var stodd i Chicago um daginn og for a Cubs leik. Ekkert serstakt vid thad thannig sed nema thad ad hun lendir i thvi ad thad kemur langur og godur bolti og lendir a milli lappanna a henni. Eftir ad hafa farid a of marga evropska knattspyrnuleiki tekur hun sig natturulega til og hendir boltanum aftur til baka! Thad slo thogn a leikvanginn!

Comments are closed.