GB, Metallica og djamm

Var í Serrano starfsmannapartý í gær, sem var skemmtilegt einsog öll partý tengd þeim ágæta veitingastað. Eftir partýið fór ég með nokkrum í bæinn. Gegn minni betri sannfæringu ákvað ég að fylgja fólki og fara á Felix. Álit mitt á þeim stað óx svo sem ekki í þetta skiptið. Aldurstakmörk virðast engin vera, allavegana þekkti ég 16 ára stelpur sem voru þarna inni. Magnað. Samt mjög skemmtilegt kvöld. Ætlaði að labba heim, en skipti um skoðun þegar ég lenti í mestu rigningu Íslandssögunnar.


Á leiðinni í partýið hlustaði ég á Gettu Betur. Sú keppni er hroðalegasta útvarspefni í heimi. Ég vissi aldrei almennilega hver var að svara hvaða spurningu. Emil kom útí bíl þegar lokaspurningarnar voru í gangi. Við vissum ekki almennilega hvort liðið var að svara í Þríþrautinni. Mjög óþægilegt og ég var að deyja úr spennu.

En mikið rooooosalega var gaman að Verzló skyldi vinna. Verzlóhjartað slær í manni á svona stundum. Get rétt ímyndað mér að það sé gaman í skólanum núna þegar þeir eru búnir að vinna Morfís og Gettu betur. Ekkert smá sætt að taka verðlaunin af MR. 🙂


Mikið er ég ánægður með að Metallica séu að koma til Íslands. Ég sá þá ásamt Dan vini mínum í Allstate Arena í Chicago fyrir fjórum árum. Það voru frábærir tónleikar. Verst að maður þarf að fara í Grafarvoginn til að sjá tónleikana.

3 thoughts on “GB, Metallica og djamm”

  1. Hver heldur tónleika úti á landi (fyrir utan *sól* böndin)!? :tongue:

Comments are closed.