Góður dagur

Sko, í fyrsta lagi þá trúi ég því ekki enn að enginn hafi kommentað á [Los Pericos færsluna mína](https://www.eoe.is/gamalt/2005/06/15/18.17.22/index.php). Ég hélt að það myndi allt flæða yfir af tölvupóstum og kommentum, þar sem mér væri þakkað fyrir að benda fólki á þessa snilld. Er fólk kannski ekki að fíla þetta? Nei, það getur ekki verið.

Allavegana, ég var búinn í vinnunni í dag klukkan *hálf þrjú*. Ég ákveð reyndar minn eigin vinnutíma, sem þýðir vanaleg að ég vinn lengi, en í dag var ég sáttur við að hafa klárað ákveðið verkefni og ákvað að gefa mér frí. Fór í Kringluna, keypti mér föt, borðaði Serrano og kom svo heim. Er að fara í körfubolta með vinum mínum á eftir og svo er ég með starfsmannapartý fyrir Serrano fólk í kvöld og fer svo væntanlega í bæinn á eftir. Ég verð bara einn með partýið, þar sem Emil, hinn eigandinn, er úti. Það verður fróðlegt.

Svo ætla ég í útilegu um helgina. Það er sko eins gott að það verði sól um helgina. Annars afsala ég mér ríkisborgaréttinum og sæki um pólitískt hæli í Ástralíu.

Hver verður númer 200.000 á þessari síðu? Spennan er nánast óbærileg.

7 thoughts on “Góður dagur”

 1. Usss, ekki segja svona! Þú verður bara að hlusta oftar. Fyrr eða síðar muntu uppgötva snilldina. Eða kannski þarf maður bara að vera á diskóteki á eyjunni Margaritu þegar maður heyrir þá í fyrsta sinn til að fíla þá virkilega 🙂

 2. Mig langaði í kokteil, strápils og hvíta strönd þegar ég hlustaði á þetta lag
  🙂
  Góða helgi.

 3. Magn athugasemda er iðulega í öfugu hlutfalli við væntingar bloggara – a.m.k. er það mín reynsla 🙂

 4. Ég held þetta tengist líka sumrinu. Hef orðið var við það síðustu ár að þótt ég bloggi alveg jafn mikið, þá nenni ég miklu minna að kommenta og gef mér almennt minni tíma til að lesa bloggsíður annarra.

  Finnst einnig sem ummælaskrif á minni eigin síðu fari niður úr öllu valdi yfir sumarmánuðina, er orðinn vanur að það sé lítið að gerast í júní-ágúst eða svo.

  Þetta er samt flott lag. Engir UB40, en Los Pericos eru samt ágætir greinilega… 🙂

Comments are closed.