Google myndir

Já, ég ætla að halda áfram á hégómatrippinu mínu. Sindri bendir á hvernig eigi að fá Google til að finna réttu myndina af sér. Þannig að ég ætla að leika sama leikinn. Smellið hér: Einar

Það er náttúrulega hægt að leika sér áfram með þetta. Ég gæti til dæmis búið til þessa síðu: Hugo Chavez og látið alla halda að Hugo Chavez sé alveg ótrúlega líkur Patton, hundi eins vinar míns. Ég hef samt ekki hugmynd um hvort þetta virki.

Ég gæti líka vegna leikið mér aðeins að leit.is og búið til alls konar skemmtilegar færslur. Ég gæti til dæmis búið til færslu, sem héti: “Sætir strákar”, þannig að ef stelpur væru að leita að “sætum strákum” á leit.is, þá lentu þær beint inni á minni síðu. Vúhú! Ég er svo sniðugur!

Æji, þetta er komið nóg af þessari leitarvélavitleysu í bili. Jens PR er að safna saman lista yfir Movabletype notendur á Íslandi. Spurning hvort einhver nenni að þýða MT pakkann yfir á íslensku. Ég ætlaði einu sinni að gera það, en ég nenni því varla lengur. Þetta ætti þó ekki að vera mikið mál. Sjá hér.

5 thoughts on “Google myndir”

  1. Tjahh, fyrrum vinnufélagi minn var búinn að senda þeim smá stöff. Þá vorum við langt komnir með að þýða is.pm – Sjá nánar hér

    Spurning hvort einhver nennir að klára dæmið? Væri amk. gott að fá komment – Pósta is.pm fælnum fljótlega á vefinn

  2. Ragnar, hvernig væri bara að pósta alla is.pm skrána á einhverju vefsvæði, þínu, mínu, whatever og svo gætu menn bara kommentað á hana. Það væri hægt að biðja menn bara um að taka að sér að þýða nokkrar línur. Ég væri alveg til í að íslenska hluta af honum. Ég er viss um að Jens væri líka til í að taka að sér hluta. 🙂

    Það væri rosalega skemmtilegt ef þetta væri allt á íslensku.

Comments are closed.