GooOS

Mjög [athyglisverðar pælingar hjá Kottke](http://www.kottke.org/04/04/google-operating-system) um Google og hvert þeir stefna.

Maður hefur heyrt fullt af samsæirskenningum um Google, en þessi pistill hjá Kottke (og pistillinn, sem hann [vísar á](http://blog.topix.net/archives/000016.html)) eru mjög athyglisverðir.

2 thoughts on “GooOS”

  1. Já, þetta er virkilega athyglisverður lestur, báðar greinarnar. Sérstaklega fannst mér SkyNet-samanburðurinn athyglisverður (kom fram í kommentunum við grein Skrenta) en það lýsir í raun vel því hvað gæti orðið úr þessu Google-veldi ef það sem þeir eru að reyna gengur upp. Eftir að hafa lesið þessar greinar áðan týndi ég náminu aðeins og las einhver ósköp um þetta mál víða á netinu. Gaman að geta gleymt sér svona við lesturinn.

    Eitt sem ég er að pæla samt, þar sem ég er enginn tölvuséní. Að hvaða leyti á Gmail að vera betra eða virkar heldur en t.d. póstkerfi Hotmail eða Yahoo? Hvaða “features” eru það sem gera Gmail svona mikið betri? Ég finn hvergi upplýsingar um það… any ideas?

  2. Það er náttúrulega ekki byrjað að hleypa almenningi inná þetta, þannig að ég veit ekki hvað er nýtt við Gmail. Það eina, sem maður hefur heyrt er þetta með allt plássið, maður fær að ég held 1GB ókeypis í pláss, sem er mun meira en hjá Hotmail og Yahoo.

Comments are closed.