Greyið ég!

Er ekki gaman að lesa færslur sem byrja á “Sjiiiiiii, ég er þunnur”?

Allavegana, ég er fáránlega þunnur eftir að hafa djammað í gær. Ég fór með fyrrverandi vinnufsfélögum á Domo í mat. Sá staður er algjörlega frábær. Ég var þarna síðasta laugardagskvöld á djamminu og var ekkert rosa hrifinn af Domo sem skemmtistað, en sem veitingastaður þá er þetta frábær staður. Með bestu veitingastöðum sem hafa opnað í Reykjavík síðustu ár.

Annars þá hef ég verið alveg lygilega duglegur við að fara útað borða síðustu tvær vikur. Ég hef borðað á eftirfarandi stöðum: Hressó, Tívolí, Sólon, Vegamót, Apótek, Galíleó, Kaffibrennslan, Domo, Krua Thai, Sbarro, Hamborgarabúllan, Players, Wok Bar og auðvitað Serrano. Þetta gera 14 veitingastaðir á 14 dögum. Það hlýtur að teljast ágætis árangur.

Svo hef ég drukkið fleiri en einn kaffibolla á Kaffitár Bankastræti og Kaffi Roma og drukkið bjór á Players, Vegamótum, Ólíver, Sólon, Pravda, Kaffibrennslunni og Rex.

Þetta er komið ágætt í bili. Í kvöld ætla ég að liggja heima einsog haugur og horfa á sjónvarpið í óveðrinu.