Ha?

Ha? Hvað?

* * *

Í gær talaði ég spænsku í fyrsta skipti í sennilega ár þegar að ég hitti gamla vinkonu frá Venezuela á kaffihúsi í miðborginni. Ég gat varla stamað útúr mér fyrstu setningunni, en svo gekk þetta bara ágætlega. Ég er einmitt alvarlega að spá í að fara á spænsku slóðir á næstu vikum. Meira um það síðar. Nógu andskoti langur tími hefur liðið síðan ég fór í frí.

* * *

Ég tók svo að mér að hjálpa til við Vísindaferð hjá stjórnmálafræðinemum, sem komu í heimsókn til Samfylkingarinnar í gær. Ég hélt stutta tölu um UJ og drakk svo bjór með fólki. Þetta var einmitt í fyrsta sinn á ævinni sem ég upplifi vísindaferð. Ég var auðvitað í háskóla erlendis og svo hef ég ekki unnið hjá fyrirtækjum, sem bjóða uppá slíkar móttökur.

* * *

Á þessari yndislega síðu geturðu fundið hvaða lag var númer eitt á Bilboard listanum daginn sem þú fæddist (eða hvaða annan dag, sem þér dettur í hug). Þann 17.ágúst 1977 var það þessi yndislega groovy smellur: Best of my Love með The Emotions. Ég er að fíla þetta!

* * *

Æ, ég verð að drífa mig útúr húsi. Það er ekki hægt að vera heima í svona veðri. Andskotans vesen að snjóbrettafélagi minn skuli ekki vera á svæðinu. Annars hefði þetta verið fullkominn dagur til að eyða í Bláfjöllum. Kíki bara í miðbæinn í staðinn og les Lonely Planet bækur.