Hárið mitt, annar hluti

Ég veit að mörgum lesendum þessarar síðu finnst ég alls ekki tala nóg um hárið á mér. Ég hef einhvern tímann talað um að hárið sé alltaf voða krúttulegt daginn eftir fyllerí, sérstaklega strax þegar ég vakna. Þá er það mun flottara heldur en á djamminu daginn áður. En lesendur hafa bent á að það sé ekki nóg að fjalla um hárið á mér á nokkura mánaða fresti og því ætla ég að bæta úr þessum hárumfjöllunarskorti hér og nú. (ok, viðurkenni að þetta er helber lygi, en mig vantaði bara inngang)

Ég hugsa nefnilega frekað mikið um hárið á mér. Af einhverjum ástæðum, þá er hárið á mér aldrei eins tvo daga í röð. Menn þurfa ekki nema að fara í gegnum myndirnar, sem eru á þessari síðu til að sjá margar mismunandi útgáfur af hárinu mínu.

123456789

Ég er einnig alveg fáránlega latur við að fara í klippingu. Helst fer ég ekki í klippingu fyrr en ég hef upplifað 3-4 daga í röð, þar sem ég get ekki fyrir mitt litla líf greitt mér almennilega. Fyrstu tveim dögunum eyði ég í afneitun og reyni að sannfæra mig um að þetta sé millibilsástand. Á þriðja degi verð ég verulega pirraður og á þeim fjórða panta ég klippingu. Núna fer ég uppá Hótel Sögu í klippingu, sem er mikið upgrade frá SuperCuts, sem ég sótti í Bandaríkjunum. Þar unnu alltaf innflytjendur, sem skildu lítið í ensku og því var það algjör tilviljun hvort klippingin myndi takast.

Vandamálið við hárið á mér er að ég get aldrei sætt mig við stutta klippingu. Ég er alltaf að safna síðara hári. Þetta stjórnast kannski einna helst af áróðri fyrrverandi kærustu og mömmu um það að ég sé svo mikið krútt þegar ég er með síðara hár. Og ég vil ekkert meira í þessum heimi heldur en að vera krútt.

Þess vegna er ég alltaf harðákveðinn í því að komast í gegnum 4 daga af hræðilegu hári, en einhvern veginn þá gugna ég alltaf. Þess vegna næ ég aldrei þeirri sídd, sem ég stefni á (by the way, ég var einu sinni síðhærður og það var hræðilegt. Úff, það geri ég aldrei aftur. Það og að lita hárið á mér svart eru án efa stórkostlegustu mistök á hárferli mínum).

Á nýársdag í hræðilegustu þynnku seinni tíma, þá fékk ég þá snilldarhugmynd að snoða mig. Ég hef gert það nokkrum sinnum á ævinni. Í fyrsta skipti, sem ég gerði það þá var ég snoðaður af félögum mínum í handboltanum í Stjörnunni. Það var hroðaleg lífsreynsla, enda fékk ég nánast taugaáfall þegar ég sá mig í spegli. Síðan þegar ég var svona 20-21 árs þá var ég snoðaður í nokkra mánuði. Það var bara helvíti gaman. Ég hafði aldrei áhyggjur af hárinu og því var þetta mun minna vesen.

Núna stefni ég semsagt að því að snoða mig. Ég er þó ekki alveg ákveðinn og því ætla ég að pæla í þessu í svona viku áður en ég læt verða af þessu. En það er margt sem mælir með þessu. Tveir af uppáhaldssnillingunum mínum eru jú snoðaðir í dag; Michael Owen og Justin Timberlake, þannig að ég verð voðalega inn (eða það vil ég allavegana telja mér trú um 🙂

Ok, ætla aðeins að sofa á þessu.

7 thoughts on “Hárið mitt, annar hluti”

 1. Áttu þetta að vera 9 mismunandi greiðslur? Ég gat í mesta lagi séð 3 mismunandi og það er verulega tæpt samt :laugh:

 2. Eeeh já, þetta áttu að vera mismunandi greiðslur. Sé það þó eftirá að þær eru nú allar frekar svipaðar. Það væri kannski nær hjá mér að taka myndir 9 daga í röð, því þá sæist betur að mér tekst aldrei að hafa hárið eins 9 daga í röð (ekki að það sé svo sem tilgangur minn).

  Annars var ég nú ekki að taka mig neitt alltof alvarlega í þessari færslu, þannig að ég eyddi nú ekki miklum tíma í að finna myndir með mismunandi greiðslum 🙂

 3. Heyrðu! Heyrðu! Það var búið að ákveða sameiginlega snoðunarstund á n.k. Laugardag.

  Are you gugning?

  They go
  “It feels like something’s heating up, can I leave with you?”
  And then the ladies go
  “I don’t know but I’m thinking bout, really leaving with you”

 4. Nei, í guðana bænum nei!

  Ekki fara að vera einhver snoðkollur, það er hræðilegt!

  Bara ný-nazistar og fótboltaspilarar komast upp með slíkt.

  Þ.e.a.s. þangað til menn fara að missa hárið í miklu mæli, þá eiga þeir að losa sig við það sem eftir er.

  Við erum ekki að tala um preemptive þynningarvandamál, aye?

  Annars kannast ég mjög vel við þessa lýsingu þína á dögunum sem maður er að treina það að fara í klippingu 🙂

 5. Hmmm… Jens, ég veit ekki alveg. Er ekki á því að gugna á þessu, en ég er ekki jafn harðákveðinn í því og ég var eftir 4-5 bjóra á föstudaginn. 🙂

Comments are closed.