Hárið mitt

Getur einhver sagt mér af hverju ég er alltaf langánægðastur með hárið á mér þegar ég er einn heima á kvöldin og veit fyrir víst að ég á ekki eftir að hitta neinn það sem eftir lifir kvölds?

Einnig finnst mér hárið á mér alltaf geðveikt flott morguninn eftir fyllerí. Þar sem ég hef vaknað einn eftir flest undanfarin fyllerí, þá er enginn til að njóta þess með mér hvað hárið er flott þá. Stundum hefur mig langað til að sleppa sturtunni og bara fara út til að sýna öllum hversu flott það er. En einhvern veginn held ég að reykinga- og bjórfýlan frá deginum áður myndi ekki heilla marga. Hmmm…

Annars þegar ég var í Noregi horfði ég á einhverja norska MTV stöð. Þar sá ég oft myndband með laginu She’s So High, sem mér fannst eiga voðalega mikið við mig þá (og þessa) dagana. Allavegana, ég hélt að ég væri að uppgötva einhverja nýja stjörnu en ég komst síðan að því að lagið er sungið af þessum gaur: Kurt Nilsen. Þessi gaur vann víst norska útgáfu af American Idol. Ja hérna!

Æji, ég gleymdi að ég var búinn að lofa að hætta að segja “Ja hérna”. Þessi Kurt er þó greinilega snillingur, enda frá Bergen og þaðan koma engvir nema snillingar.