Heimsóknir

Á jóladag heimsóttu þrír síðuna mína. Það er nýtt met. Ég held að aldrei hafi jafn fáir komið á síðuna. Gott mál.

Annars var ég að djamma með vinum í gær. Drakk amerískan bjór í íbúð í stúdentagörðunum og endaði svo á Húsi Málarans, þar sem við drukkum tequila og kreistum sítrónu í augað. Hitti Tobba, sem bar einu sinni titilinn “næst besti ljósmyndari í Verzló”.

Konan í pulsuvagninum ætlaði að rukka Togga aukalega því hann bað um svo mikinn lauk á pylsuna. Það fannst mér ekki sanngjarnt.

Hitti svo Tomma Sölva, gamla hagfræðikennarann minn inná Húsi Málarans. Það var sniðugt. Enn sniðugara hefði verið ef ég hefði hitt Valdimar Hergeirs þar.

Það er gaman að djamma á Íslandi. Það er svo ótrúlega ólíkt öllu djammi í Bandaríkjunum þótt það sé vissulega mjög skemmtilegt líka.

Á föstudaginn fór ég í partí á Álftanesi. Leigubíll frá Álftanesinu inní Garðabæ kostaði þúsundkall. Það er dýrt