Helgin

Ja hérna, Halldór [hættur](http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1205686) sem forsætisráðherra!


Helgin er búin að vera verulega góð – eða allavegana kvöldin. Fór útað borða með kærustunni og svo á smá pöbbarölt á föstudaginn og á laugardag fór ég í giftingu til vina minna. Drakk slatta af léttvíni og bjór, en gerði engan skandal, hélt engar ræður og hegðaði mér almennt séð nokkuð vel. Sem er framför frá fyrri brúðkaupum. Kannski hefur kærastan mín þessi áhrif á mig. Eða kannski er ég bara að þroskast.


Horfði á Bachelorette, sem er stórkostleg skemmtun. Annað eins samansafn af örvæntingarfullum karlmönnum er vanfundið. Einhvern veginn er það búið að stimpla inní hausinn á karlmönnum að konur þrái ekkert meira en karlmann, sem vill binda sig niður og eignast 5 börn. Allavegana þurftu flestir strákarnir að koma því að á fyrstu 5 mínútunum að þeir væru tilbúnir í fjölskyldu.

Einn af strákunum er 29 ára og **hreinn sveinn** af því að hann er að bíða framtil brúðkaups. Ég get skilið margt, en þessi ákvörðun er ekki eitt af því, sem ég get skilið.


5 dagar í HM og vika í Roger Waters. Það er gott mál.

3 thoughts on “Helgin”

  1. Meinarðu varðandi Halldór – eða hversu nálægt HM og RW eru?

    Ef þú varst að tala um Halldór, þá veit ég ekki. Skiptir þetta *okkur* einhverju máli?

  2. Ég er sannfærð um að það sé kærastan þín sem að hefur svona góð áhrif á þig… 🙂

Comments are closed.