Helgin – Júróvisjón og Ungfrú Ísland

Einhvern veginn þá gengur mér aldrei betur að vinna heldur en á sunnudagskvöldum, daginn eftir djamm. Sunnudagar eftir djamm eru ávallt gríðarlega kaflaskiptir. Ég vakna með hausverk og eyði fyrsta helmingi dagsins í að reyna að losna við þann ófögnuð. Þegar ég hef losnað við hausverkinn og er búinn að fá mér kaffibolla um 5 leytið, þá er ég alltíeinu orðinn ýkt hress og get unnið heil ósköp.

Einsog hálf þjóðin fór ég í Eurovision partí í gær. Partíið var haldið í hverfi, sem ég vissi varla að væri til. Partíið var fínt og ég fór í bæinn eftir það. Þar var hins vegar alltof mikið af fólki

Á föstudaginn fór ég á Ungfrú Ísland, hafði fengið boðsmiða á þá keppni. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég fer á fegurðarsamkeppni. Keppnin var bara ágætis skemmtun. Reyndar komst sætasta stelpan ekki einu sinni í hóp 10 efstu, þannig að smekkur minn á kvenfólki er sennilega eitthvað öðruvísi en smekkur dómnefndarinnar. En ég meina hey!

Þessi vika á eftir að vera meiriháttar viðburðarrík. Meira um það seinna.