Here I go again on my own

Helgin var frábær!

Á föstudaginn fór ég í fyrsta skipti í langan tíma í leikhús. Bauð stelpu með mér á Kommúnuna í Borgarleikhúsinu. Það leikrit var ágætt – fínasta afþreying sem skilur svo sem ekki mikið eftir sig. Það að fara í leikhús er eitthvað sem ég ætla alltaf að gera meira af, en klikka alltaf á, svo ég var eiginlega ánægður með þá staðreynd að ég væri yfir höfuð staddur í leikhúsi og verkið skipti minna máli. Hvað varðar deitið, þá virkaði það ekkert sérstaklega vel.

Ég hef aldrei skilið af hverju sumir segja enga “deit” menningu ríkja á Íslandi. Ég get sjálfur vitnað fyrir að þessi menning lifir ágætu lífi, þar sem ég hef farið á allmörg slík undanfarin ár. Ég var orðinn hálf þreyttur á þessu hefðbundnu veitingastaða-deitum, þannig að leikhúsið var tilraun til þess að brjóta það upp. Það gekk misjafnlega. Sumir þurfa bara að mæta á eitt deit á ævinni en mér virðist vera ætlað það hlutskipti að verða fyrsti jarðarbúinn til að fara á deit á öllum veitingastöðum á Íslandi. Þetta er eiginlega orðið hálf vandræðalegt, því ég vil helst ekki fara á fyrsta deit tvisvar á sama staðnum – finnst það asnalegt þar sem ég á til að tengja veitingastaðinn við góðar minningar af kvöldinu. Sumir staðir einsog Einar Ben og Apótekið tengjast of sterkum minningum og því gæti ég varla séð mig fara á deit þar aftur. Þannig að ég fagna alltaf þegar að nýjir veitingastaðir opna.

Ég hef þó aðeins boðið þrem útlenskum stelpum á deit um ævina og uppúr þeim hafa sprottið þrjú af langlífustu og bestu samböndunum mínum. En ætli það sé ekki full mikil einföldun að kenna þjóðerni um þetta allt saman?

* * *

Á laugardaginn náði ég að sofa út og svo kom vinur minn og horfði með mér á Liverpool sigur, sem er alltaf indælt. Stuttu seinna kom svo vinkona mín í heimsókn og við enduðum á því að eyða eftirmiðdeginum öllum og fram á nótt í að spjalla og horfa á vídeó. Góð leið til að eyða laugardegi án áfengis.

Á sunnudag fór ég svo með vinkonu minni á snjóbretti í Bláfjöllum. Við ákváðum fyrir nokkrum mánuðum að prófa snjóbretti og í þessu frábæra veðri gátum við ekki frestað því lengur. Þegar ég var lítill var ég mikið á skíðum en hef hins vegar aldrei prófað snjóbretti. Við fórum því saman í kennslu þar sem við vorum í kaðlalyftunni í Bláfjöllum.

Einsog ég hafði verið varaður við, þá datt ég sirka 100 sinnum þessa fyrstu klukkutíma. Til að byrja með gat ég ekki einu sinni staðið kjurr á brettinu því ég datt alltaf aftur á rassinn. En smám saman kom þetta og í lok tímans gat ég komist niður “brekkuna” án þess að detta. Ég get vel séð hvernig þetta getur verið skemmtilegra en skíði og er spenntur fyrir því að fara aftur sem fyrst.

Myndin sem er hér til hliðar var einmitt tekin á sunnudaginn. Það var vissulega sólskin þegar við mættum í Bláfjöll, en svo byrjaði að snjóa. Á myndinni er ég einmitt á rassinum, sem er ákaflega lýsandi fyrir daginn. Elín, vinkona mín og snillingur, tók myndina.

Ég gerði svo þau mistök að fara í fótbolta um kvöldið eftir þetta snjóbrettabrölt og frammistaða mín þar var ekki merkileg.

* * *

Toyota umboðið er búið að valda því að ég er með Here I go Again með Whitesnake á heilanum. Það lag er spilað í nýju LandCruiser auglýsingunni. Dálítið fyndið þar sem textinn í laginu er hálf sorglegur og spilar ekki beinlínis inná þá ímynd, sem ég hef af fjölskyldu- og úthverfabílnum LandCruiser. Coverdale er í einhverri ástarkreppu og er að sætta sig að vera einn á ný eftir misheppnað samband.

Just another heart in need of rescue
waiting on love’s sweet charity
and I’m gonna hold on for the rest of my days
cause I know what it means to walk along the lonely street of dreams.

And here I go again on my own
going down the only road I’ve ever known.
Like a drifter I was born to walk alone.

Myndbandið við lagið er tímalaus eitís snilld. Ég spilaði þetta hátt þegar ég var lítill.

…And I’ve made up my mind, I ain’t wasting no more time. But here I go again.

12 thoughts on “Here I go again on my own”

 1. Ég hef þó aðeins boðið þrem útlenskum stelpum á deit um ævina og uppúr þeim hafa sprottið þrjú af langlífustu og bestu samböndunum mínum.

  Ha?

 2. Ha hvað? Ég skal skýra þetta út fyrir þér, Jens, þegar þú þiggur boðið mitt um að koma með mér út að borða. Af lengstu samböndunum mínum, þá eru þrjú með útlenskum stelpum.

  Mexíkó, Þýskaland og USA.

 3. 🙂 mér finnst þú æði fyrir að þora að skrifa svona persónulegt blogg..
  klárlega býður einhverja senjorítan eftir þér!
  …And I’ve made up my mind, I ain’t wasting no more time…alveg í anda helgarinnar þúveist,,,ohhh nú fæ ég þetta lag á heilann eftir að hafa haft hohoho á repeat í hausnum;p næst næ ég mynd af þér renna án þess að detta jeiiiiii;)

 4. Takk 🙂 Ég henti reyndar út einhverjum málsgreinum, sem voru kannski aðeins of persónulegar.

  Hey já, ég verð að láta þig fá Suede diskinn næst þegar við hittumst, svo þú fáir nýtt lag á heilann. Og já, þetta passar fínt við helgina!

 5. Ég gjörsamlega elska að fara á bretti og reyni að fara eins oft og ég get. En þetta tekur allt sinn tíma, Einar, en þú lést þó verða af því – sem er meira en margar skræfurnar geta sagt. Ánægður með þig að vera ekki smeykur við að vera byrjandi, detta endalaust á rassinn, o.s.frv., sem fylgir því að vera byrjandi.

  Þegar ég var að læra á bretti fór ég reyndar til Ítalíu í kennslu þar, en það er aðeins auðveldara að læra þar, út af því að þar eru brekkur sem maður er ekki fyrir neinum í og nóg pláss til að beygja og æfa sig.

  En aðal málið í beygjunum er þorið og þegar þú þorir, er aðal málið að hætta ekki við – heldur ganga alla leið! Þetta er rosalega mikið samspil á milli mjaðma og axla, hvernig þú snýrð líkamanum, o.s.frv. Þetta er allt saman æfing, en það versta sem hægt er að gera er að hætta við í miðri beygju og lenda í hræðslu- og panickasti, þar sem þú þýtur stjórnlaust áfram.

  Það er skárra að detta í miðri beygju, heldur en að hætta við og þjóta á miklum hraða beint áfram, þar sem það er enginn barnaleikur að beygja þegar maður lendir í paniccinu. Þá er fyrst vont að detta!

  Gangi þér annars bara vel!

 6. mér finnst þið elín eigið að vera kærustupar..

  …svona kommenta persónulega í anda persónulegu færslunnar

  og smá að stríða ykkur líka;)

 7. Takk fyrir þetta, Gaui. Ég var bara í 10 gráðu brekkunni, þannig að ég þurfti ekki mikið að berjast við óttann, en þetta kemur þegar maður fer í stólalyftuna. 🙂

  Og já, Katrín – þú ert ekki ein um það.

  En miðað við hvernig að samböndin mín hafa farið síðustu 5 árin, þá vil ég heldur eiga bestu vinkonu í heimi í stað þess að eiga samband, sem getur klikkað hvenær sem er.

 8. hey ég er búin að vera að hugsa þetta í ALLAN dag!

  sko.. verandi bæði svona sæt og svona góðir vinir, þá er ekki sjens það sé ekki kemistrí í gangi!

  og að sleppa því að vera saman af því þið hættið kannski saman seinna.. er FÁRÁNLEGT!

  og so finnuru þér aldrei aðra því hún stenst ekki samanburðinn við elínu;)

  he he sorrí að ég sé að troða mér í ykkar mál

Comments are closed.