Hlutabréf á Google

Nýja [financial síðan hjá Google](http://finance.google.com/finance) er hreinasta snilld, sérstaklega hvernig hlutabréfaverð eru sett fram í línuriti og merkja fréttir af fyrirtækinu inná það.

Fyrir þrem árum var ég svo sannfærður um að iPod myndi slá í gegn að ég ætlaði að kaupa hlutabréf í Apple fyrir allt spariféið mitt. En ég sleppti því. [Því miður](http://finance.google.com/finance?q=apple&btnG=Search&hl=en).

5 thoughts on “Hlutabréf á Google”

 1. Þetta er nebbla helvíti þægilegt viðmót hjá Dúddunum í Google.
  Bjarni

 2. Þannig að þú hefur þá ekki verið sannfærður um að ipod myndi slá í gegn eftir allt saman.

 3. Jú, ég bara gugnaði á þessu. Svo var sparifé mitt í háskóla svo sem ekki merkileg upphæð, þannig að ég er ekkert voðalega bitur. 🙂

 4. En það er varla hægt að guggna á einhverju ef maður er sannfærður um að það er “sure thing”.

  Setningin í blogginu þínu sem var svona “Fyrir þrem árum var ég svo sannfærður um að iPod myndi slá í gegn…” hefði í raun átt að vera svona “Fyrir þrem árum grunaði mig að iPod myndi slá í gegn…”

  Sammála?

 5. Það væri þá líka hægt að orða þetta svona:

  >Fyrir þrem árum var ég svo sannfærður um að iPod myndi slá í gegn að ég ætlaði að kaupa hlutabréf í Apple fyrir allt spariféið mitt. En ég bara átti ekkert sparifé.

  Annars má væntanlega segja að þú hafir rétt fyrir þér.

Comments are closed.