Honda auglýsing

Þegar ég var á Players á miðvikudaginn að horfa á Arsenal ManU, þá kom þessi Honda auglýsing í hálfleik. Þetta er einhver sú allra magnaðasta auglýsing, sem ég hef séð og það var nærri dauðaþögn á staðnum allan tímann.

Það ótrúlega við auglýsinguna er þó að það var ekki notuð nein tölvugrafík við gerð auglýsingarinnar, heldur þurfti til 605 tökur til að fá allt til að ganga upp. Ótrúlega magnað.

4 thoughts on “Honda auglýsing”

  1. Já, mér finnst þetta allmagnað að ekki neinu sé breytt. Helvíti gaman að sitja yfir verkfræðinni á bak við þetta og byrja svo á því að tímasetja sem endaði með því að taka, eins og þú segir, 605 tökur!!! Fína þolinmæðin.

    kv, tobs

  2. Þetta minnir mann svolítið á Tomma og Jenna 😉

    Þegar ég fór í Pompidou safnið í París síðast þá var einmitt sýning á myndböndum eftir gaur sem býr til nákvæmlega svona myndbönd. Þau áttu það til að vera mjög löng og notuðu mikið eld, t.d. reipi sem heldur einhverju og brennur síðan í sundur eða baðkar af eldfimum vökva sem brennur og hitnar nógu mikið til að hafa áhrif á næsta hlut í keðjunni.

  3. Samkvæmt grein sem ég hraðlas um þessa auglýsingu (er í bookmarks á ferðavélinni minni) þá er hún klippt saman á einum stað með ca. 1 sekúndu af tölvugrafík. Klippingin á sér víst stað í miðju ferlinu þegar hljóðkúturinn rúllar lygilega langa vegalengd eftir parketinu. Þrátt fyrir eina klippingu þá er þetta alveg lygilega flott uppátæki.

Comments are closed.