Hversu margar plánetur þarft þú?

Ég er nú á móti öllum þessum prófum, sem bloggerar birta sí og æ á síðum sínum. Ég rakst hins vegar á mjög athyglisvert próf á BBC vefnum. (via Metafilter)

Þar er manni boðið að fá upplýsingar um það hversu margar margar plánetur jarðarbúar þyrftu ef að allir byggju einsog ég. Samkvæmt því prófi þyrftu jarðarbúar á 5.2 plánetum að halda. Þetta vekur mann náttúrulega til umhugsunar.

Það er ljóst að það yrði stórkostlegt mengunarvandamál ef að allir jarðarbúar myndu lifa við skilyrði, sem við álítum sjálfsögð. Mig minnir til dæmis að ég hafi séð einhvers staðar að Bandaríkjamenn séu 4% jarðarbúa en þeir eigi sök á 25% alls rusls, sem er hent í heiminum. Ég efast um að við Íslendingar séum skárri.

4 thoughts on “Hversu margar plánetur þarft þú?”

 1. Ég er aðeins sparneytnari, en það dugir ekki til. Ef allir væri eins og ég þyrfti mannkynið 3.3 jarðhnetti til að þrífast…

 2. 3.1!
  Mig grunar að munurinn sé aðallega tilkominn vegna 2 þátta:
  Garðabær fer í flokkinn 1-10.000 en
  Reykjavík fer í flokkinn 100-1.000.000
  og svo munurinn á einbýlishúsi og fjölbýli/Blokk.

 3. Í fyrsta skiptið þá setti ég þetta inn með íbúðinni á Hagamelnum. Núna prófaði ég hins vegar að setja húsið hjá foreldrunum mínum, þar sem ég bý þennan mánuðinn, og þá fór talan niður í 4.7. Það finnst mér frekar skrítið.

  Ég held að talan mín sé svona há meðal annars vegna þess að ég borða egg eða kjöt í nánast hverri máltíð. :confused:

Comments are closed.