Íþróttahelgin mikla

Fyrir þessa helgi hafði ég ætlað mér þrjá hluti: að horfa á mikið af íþróttum í sjónvarpinu, að fara í ræktina að minnsta kosti einu sinni og að klára vefsíðu, sem ég er að vinna í.

Mér tókst að fara í ræktina (kl 10 á sunnudagsmorgni, no less) og ég er alveg við það að klára vefsíðuna. En menn hljóta samt að vera að grínast í mér varðandi þessa íþróttaviðburði. Dagskráin leit svona út (ég held með feitletruðu liðunum:

*Föstudagur:*
**Chicago Cubs** – Philadelphia: TAP
**Chicago Bulls** – Washington: TAP

*Laugardagur:*
**Chicago Cubs** – Philadelphia: TAP
**Boston Celtics** – Indiana Pacers: TAP

*Sunnudagur:*
Arsenal – **Liverpool**: TAP
**Chicago Cubs** – Philadelphia: í gangi – uppfært SIGUR

Jæja, það er semsagt einn sjens á því að mitt lið vinni þessa helgina ([Carlos](http://chicago.cubs.mlb.com/NASApp/mlb/team/player.jsp?player_id=407296) er á svæðinu svo það er von).

Ef ekki, þá hef ég horft á SEX leiki um helgina og séð mín lið TAPA SEX SINNUM!

Ég spyr: ER ÞETTA EÐLILEGT?

5 thoughts on “Íþróttahelgin mikla”

  1. Þetta færðu þegar Liverpool vinnur Chelsea í UEFA ;-). Bara passa sig næst.

  2. Sammála Siggu Sif, það hlýtur einhver þarna uppi að hafa viljað jafna vikuna út hjá þér eftir Chelsea-sigurinn … 🙂

  3. Jú, eflaust má það vera. Samt óþarfi að láta Chicago borg líða fyrir það að Liverpool hafi unnið Chelsea 🙂

    En annars, þá unnu Cubs í kvöld, þannig að þetta voru fimm töp og einn SIGUR.

  4. I know how it feels. Ég fylgist með einni “íþrótt” að staðaldri og mitt lið reið ekki feitum hesti frá leik dagsins. Mér er óskiljanlegt hvers vegna ég verði þunglyndur af tapi þeirra.

    kv, tobs

  5. Ég er í svipuðum málum. Liverpool – tap, AC Milan – tap, Chicago Bulls – tap, FH – tap (á miðvikudag), Barcelona – SIGUR. Einn sigur í mörgum leikjum síðan Liverpool vogaði sér að taka Chelsea á þriðjudag :confused:

Comments are closed.