Í boði?

Glöggir lesendur þessarar síðu komu fyrir nokkrum vikum auga á það að keppnin um Ungfrú Vesturland [var í boði Diet Coke](https://www.eoe.is/gamalt/2005/03/19/19.41.33)

[En](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?album=2&pos=23
) [hvaða](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?album=2&pos=21
) [fyrirtæki](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?album=2&pos=19
) [ætli](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?album=2&pos=17
) [styrki](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?album=2&pos=1
) [fegurðarsamkepppni](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?pid=117&fullsize=1
) [Norðurlands](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?album=1&pos=14
)?
[Mér](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?album=3&pos=5
) [dettur](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?pid=14&fullsize=1) [ekkert](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?pid=135&fullsize=1
) í [hug](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?pid=127&fullsize=1
)!


Annars var ég að horfa á Liverpool leik í dag með tveim vinum mínum. Helminginn af seinni hálfleikinn hafði ég áhyggjur af því hvað ég yrði í hræðilega vondu skapi ef Liverpool myndi bara ná jafntefli. En svo kom Igor Biscan og [reddaði](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/04/02/16.08.13/) deginum fyrir mér.

Það getur stundum verið með ólíkindum mikill léttir að koma hjartans efnum frá sér til vina. Gerði það nú í vikunni og líður talsvert betur eftir það.

Ég er byrjaður að drekka grænt te. Ég hélt að geðveiki mín hefði náð hámarki þegar ég byrjaði að drekka sódavatn, en þetta er án efa nýr toppur. Mér hefur alltaf þótt te vera viðbjóður. Verst var coca teið, sem mér var gert að drekka í Bólivíu.

Ég fór nefnilega ásamt vinum mínum í flugvél frá Asuncion í Paragvæ beint til La Paz Bólívíu, sem er eitthvað um 3000 metrum hærra yfir sjávarmáli en Asuncion. Því fékk ég hrikalegan hausverk, enda á hausinn minn oft erfitt með að jafna sig eftir miklar hæðabreytingar. Innfæddir sögðu mér að te úr kókaín laufum væri það eina, sem myndi virka á hausverkinn. Ég píndi þann óþverra oní mig og reyndi að tyggja kókaín laufin, en án árangurs.

Síðan þá hef ég haft óbeit á te-i, en er nokkurn veginn kominn yfir það skeið núna.

Einnig fékk ég mér fisk í matinn í vikunni. Það er þriðja stig geðveiki að mínu mati og mamma myndi ábyggilega tárast við að heyra þetta, hún væri svo stolt. Reyndar sagði vinur minn, sem kom í heimsókn, að öll blokkin mín angaði af fiskifýlu. Sem er ekki gott. En vissulega ákveðin hefnd fyrir fólkið, sem er alltaf að djúpsteikja kjúklinga í blokkinni.

Fyrir utan gluggann minn í Vesturbænum er snjór. Einsog ég hef sagt áður, þá er þetta veður á þessu landi fáránlegt. Hreinlega fáránlegt.

5 thoughts on “Í boði?”

  1. Aðallega finnst mér skondið að þú leitir upp þessar myndir úr hinum og þessum fegurðarsamkeppnum á landinu…. :biggrin2:

  2. Hvada vitleysa, ekkert betra en cocoa laufin i Peru og Boliviu fyrir utan laekningarmattin theirra…

  3. Mer fannst nu bara aegaett ad tyggja a theim og drekka teid svo aetli thad se ekki ja, svarid vid spurningunni.

    Kannski var eg bara svona anaegdur ad eg hefdi saett mig vid hvad sem er…

Comments are closed.