iPhone forrit, sem ég nota

Ég hef lengi ætlað að skrifa smá um þau forrit, sem ég nota á iPhone símanum mínum.

iPhone er auðvitað stórkostlegasta tæki veraldarsögunnar. Ég gæti ekki lifað án þessa síma. Allavegana, ég ætlaði að taka saman þau forrit, sem ég er með á tveimur fremstu skjáunum mínum (eiginlega allt sem ég nota). Ég nenni ekki að finna til linka, en það ætti að vera auðvelt að google-a öll þessi forrit, eða að finna þau með leit í App Store.

Á fyrstu síðunni er slatti af Apple forritum sem allir, sem eiga iPhone, eiga. Þarna er auvitað sms forritið, klukka, myndavél, Google maps, reiknivél, dagatal og Apple remote, sem ég nota til að stjórna Apple TV og tölvunni minni heima.

(smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu).

Einnig eru þarna **Skype**, **Facebook** og **Twitter**, sem að allir ættu að þekkja. Skype forritið er snilld og ég nota það mikið. Facebook forritið er í lagi og Twitter forritið er mjög gott og ég nota það mikið. Ég hef prófað að nota önnur Twitter forrit, en enda alltaf í þessu.

**OmniFocus** er mikilvægasta forritið í mínu lífi. Allt, sem ég geri í vinnunni, byrjar sem færsla í OmniFocus. Forritið á iPhone er verulega gott. Það syncar við Mac forritið mitt og í þessu forriti skrifa ég (eða tala inn) allar hugmyndir, sem ég fæ.

**Evernote** nota ég til að halda utanum öll skjölin mín. Þar safna ég saman úrklippum, skönnuðum skjölum og minnispunktum. Syncar líka við Evernote á tölvunni minni.

**Translator** forritið tengist Google Translate og ég nota það til að þýða sænsk orð.

**Podcaster** er nokkuð nýtt þarna. Ég hlusta mikið á podcast þætti. Allt frá kvöldfréttum á RÚV til morgunfrétta hjá Svenska Radio og bandarískra þátta. Ég notaði áður Podcast fídusinn í iTunes, en var orðinn þreyttur á að þurfa alltaf að tengja símann við tölvuna til að fá nýja þætti. Podcaster tékkar á nýjum þáttum á ákveðnum tímum og hleður þeim niður á símann. Forritið er ekki fullkomið, en það er margfalt þægilegra en iTunes lausnin.

**Reeder** er svo langsamlega besta RSS forritið á iPhone. Ég hef prófað þau mörg, en Reeder ber af. Ég nota það til að fylgjast með öllum bloggum, sem ég les.

Á næstu síðu eru forrit, sem ég nota aðeins minna.

**Instapaper** er snilld – bæði á iPhone og iPad. Með því forriti getur maður vistað texta á vefsíðum og lesið þær eftir hentugleika á símanum eða iPad. Ég les nánast allar lengri greinar á netinu í Instapaper.

**Tada** notum við Margrét til að halda utanum innkaupalista fyrir matarinnkaup.

Svo eru þarna möppur með Serrano tenglum og tölvuleikjum. Af leikjunum get ég mælt með Astronut *(sic)*, The Incident, Doodle Jump, Plants vs Zombies og Angry Birds. Það eru allt leikir, sem ég hef elskað.

**1Password** nota ég til að halda utanum öll mín lykilorð og viðkvæmar upplýsingar bæði á tölvunni minni og símanum.

**ScoreCenter** frá ESPN nota ég til að fylgjast með stöðunni í fótbolta og NBA.

**Convert** nota ég til að reikna út gengi, þyngdir og slíkt. **Dropbox** og Notes þarf svo sem ekki að kynna.

**Gowalla** nota ég af einhverjum furðulegum ástæðum. Ekki spyrja mig af hverju.

**Yr.no** er betra veðurforrit en Apple veður forritið. **WOD** nota ég til að skrá CrossFit árangurinn minn.

**Screens** er frábært VNC forrit, sem ég get notað til að stýra tölvunni minni úr símanum. Og að síðustu er það **Momento**, sem tekur twitter statusana mína, Facebook statusana mína, Gowalla tékk-inn og aðra punkta, sem ég set inn og býr til nokkurs konar dagbók. Mjög sniðugt.

Þetta er það sem ég nota langmest á símanum. Af forritum, sem ég nota minna þá get ég mælt með **Runkeeper** (ég er ekki að hlaupa úti núna, þannig að það er ekki á fremstu síðunum) sem er algjörlega frábært forrit til að halda utanum hlaup eða hjólaferðir).

Ef þið eruð með einhverjar sniðugar tillögur að öðrum forritum, sem ég á að kíkja á, þá endilega setjið inn komment

15 thoughts on “iPhone forrit, sem ég nota”

  1. Góður listi, hef lengi ætlað að gera það sama.

    Vert að benda á Runkeeper Pro sem kostar venjulega er frír út janúar fyrir bæði iPhone og Android. Kostar venjulega og vel þess virði að hafa aukafídusana.

  2. Látum okkur sjá:

    Það er því miður búið að taka VLC úr appstore vegna réttindamála þannig það er of seint að mæla með því

    LiveScore er það sem ég nota til að fylgjast með stöðunni í fótboltaleikjum

    TuneIn radio til að hlusta á útvarp, íslensku stöðvarnar eru þarna inni

    Bookmarks tengist við Delicious, nota ekki mikið á iPhone þó

    Kindle á iPhone er snilld, fínt að lesa bækur á því

    TotalFootball er með allar hugsanlegar tölfræðiupplýsingar og kort yfir sendingar og skot osfrv í öllum leikjum í Champions League

    Shazam og Soundhound bera kennsl á tónlist (ég keypti SoundHound, það á að geta þekkt hummuð lög 🙂 )

    RedLaser til að skanna strikamerki (til að setja bækur í gagnagrunn hjá mér)

    BBCNews

    FPL Manager fínt viðmót á Fantasy Football

    AirVideo (AirVideoFree) til að horfa á streamað vídéo af lani

    RTM er RememberTheMilk viðmót, en þarf að fara í Pro account á RTM til a það uppfærist live, en held ég geri það, mjög gott ToDo forrit.

  3. Flottur listi. Náði mér snöggvast í nokkur af þessum forritum til að prófa.

    Ég get mælt með nokkrum í viðbót:

    Osfoora: Ég prófaði öll Twitter-forritin í fyrra og mér fannst þetta bera af. Langbest, býður upp á langflesta möguleika.

    iStat: Nákvæmar upplýsingar um vinnsluminni símans. Ef þér finnst hann vera eitthvað hægur segir iStat þér hvað er að valda vandræðum. Heldur einnig utan um niðurhal og slíkt.

    WriteRoom: Bókstaflega eina forritið sem ég nenni að skrifa á á snertiskjá. Nota það mjög mikið ef ég þarf að skrifa hjá mér einhvern texta.

    Pastebot: Ef ég copy-a eitthvað í einhverju öðru forriti poppar alltaf upp valkosturinn að vista á Pastebot, þar sem allt copy/paste-dót er geymt á einum stað. Mjög þægilegt.

    Weightbot: Frá sama fyrirtæki og gerir Pastebot. Ef þú vilt fylgjast með þyngdinni eða vigtar þig reglulega er þetta langbesta forritið.

    Instagram: Eins konar ljósmynda-twitter. Er nýbyrjaður að skoða þetta en þetta virðist vera mjög vinsælt og allir spá því að þetta verði það stóra árið 2011. Mjög flott forrit.

    MusicID: Hlustar á tónlist fyrir þig og segir þér hvaða lag það er, flytjandi, o.sv.frv. Býður upp á texta, link á að kaupa lagið á iTunes, o.sv.frv. Geymir skrá yfir öll lög sem þú hefur „spurt um“. Ég nota þetta ótrúlega mikið, pottþétt fyrir tónlistarfíkilinn.

    WordPress: Ef þú ert, til dæmis, ritstjóri Kop.is, þá er þetta skylda. Ég les Kop.is aldrei á netinu í símanum, bara á þessu forriti. Ritstýri kommentum, skrifa stuttar færslur, etc.

    Osmos og Scrabble: Uppáhalds leikirnir mínir, fyrir utan þá sem þú taldir upp.

  4. @BjörnFriðgeir

    TotalFootball er með allar hugsanlegar tölfræðiupplýsingar og kort yfir sendingar og skot osfrv í öllum leikjum í Champions League

    Champions hvað?

    Ég nota Kindle forritið já. Og einnig Shazam og AirVideo. Ég ætla að tékka á TuneIn og FPL Manager. Núna er búið að reka Roy Hodgson, þannig að ég þarf að fara að breyta Fantasy liðinu mínu, sem er óbreytt frá því í fyrstu umferð.

    @Kar

    Tékka á Osfoora. Hvernig er það betra en Twitter clientinn? Tékka einnig á Pastebot og iStat. Er að nota WordPress og hef prófað Instagram, en er ekki að fatta það forrit. Mér finnst allir vera að eyðileggja myndirnar sínar með einhverjum filterum.

  5. Fyrr eda sidar gengst madur inn a thessa apple-tru. Tha mun thessi listi koma ser vel.

    1) Hvada podcast-um maelirdu annars serstaklega med?

    2) Hvad er masterlykilordid inn a 1password?

    Og ja, eg hlakka til ad fylgjast med kommbakkinu i fantasy!

  6. Osfoora er með besta og einfaldasta viðmótið. Maður fær t.a.m. allar nauðsynlegar flýtivísanir á timeline-listanum með því einu að þrýsta á eitt tíst og halda puttanum inni þar til listinn birtist. Getur líka valið um þemu (mér leiðist að lesa twitter timeline á ljósum bakgrunni í símanum, dekkra hentar mér) og svo býður það upp á frábæra staðsetningakosti, getur t.a.m. séð hverjir eru að tísta í nágrenni við þar sem þú ert staddur hverju sinni (frábært t.a.m. ef þú ert á íþróttaviðburði eða tónleikum og vilt sjá hvað fólkið í kringum þig er að segja um sama viðburð).

    Það eru sennilega flestir af þessum fítusum á einhverju formi eða öðru í Twitter for iPhone, og einnig á Echofon eða TweetDeck (prófaði þau þrjú líka) en mér finnst þau betur gerð í Osfoora.

  7. Champions League, þarna mótið sem Barcelona er að reyna að vinna (alltaf gaman að skoða Xavi sendingarnar…)

    Ég nota TweetDeck annars. Bara afþvíbara.

  8. @Björn

    Ok, nú man ég.

    @Kristján Atli

    Eina, sem mér finnst vanta í Twitter forritið er að það syncist á milli staða hvað maður er búinn að lesa (það er á milli iPhone og tölvu).

    @Aggi.

    1) Það sem ég hlusta nokkuð reglulega á: This American Life, BS Report (nauðsyn), Football weekly, Real Time with Bill Maher, The Talk Show (Makka nörda þáttur + reyndar aðra pælingar), Macbreak Weekly, WTF with Marc Maron, Stuff you should know og svo sænskar og íslenskar fréttir og Godmorgon Världen fréttaþáttinn. Þetta er svona á mörkum þess að ég komist yfir þetta á þeim tíma, sem ég hlusta á podcast – sem er aðallega í lestinni og á labbi um bæinn og svo þegar ég er að vinna leiðinleg verkefni heima (þvottur, uppvask, osfrv). Ég myndi bara prófa einn þátt af því, sem þú hefur

    2) Ekkert mál. Það er “arnoratlason12345”

  9. Góð spurning Agnar með podcöstin. Þarf að fara að stunda þau meira.

    Varpa þessu spurningunni til baka á þig og aðra lesendur. Hver eru bestu podcöstin?

  10. Ég nota Evernote fyrir skólann og synca það við símann. Snilldar forrit. Þeir mættu samt alveg bæta við síðum undir hvert note, svona eins og í OneNote frá Microsoft.

    En varðandi hlaupaforrit þá hef ég heyrt mjög góða hluti um Endomondo ( http://www.endomondo.com ). Til fyrir iPhone, Android, ofl.

  11. fyrir utan allt þetta sem búið er að benda á þá nota ég líka

    Viber til að hringja frítt í þá vini mína sem eru með það líka uppsett.
    Camera+ til að taka myndir
    PS Express til að vinna myndir
    8mm til að taka kúl vídeó
    Arseblog til að lesa um mitt ástkæara Arsenal lið. 😉
    Flixter sem er með gagnrýni beint frá Rotten Tomatos og trailer fyrir myndir. Snilld þegar maður er kominn með valkvíða í bíóinu.
    RedLaser til að bera saman verð á hlutum og sjá hvar þeir eru ódýrastir online.

    ég var með gamla góða 2G iPhone alveg frá upphafi og fram að jólum þegar ég uppgreidaði í nýjustu týpuna og vá.. þvílíkur munur!

    jæja, þá ætla ég að hætta að tjá mig, bruna niður í N1 við ártúnsbrekku og fá mér einn Serrano (Thai Burrito) áður en ég fer í stúdíó að taka upp eitt lag.

    kv.
    Kristinn

Comments are closed.