iPhone

Ég fór næstum því að gráta þegar ég [horfði á þetta myndband](http://youtube.com/watch?v=qg1ckCkm8YI).

11 thoughts on “iPhone”

 1. Gaui, ég trúi frekar gaurum einsog Gruber – plús það að ég er Makka notandi og algjör Apple fanboy og iPhone er fyrsti síminn sem virkar almennilega með Mac. Fyrir okkur er þetta engin spurning.

 2. Hvað kallarðu að virka almennilega með Mac? Bara svona hvað það þýðir eiginlega.

  Annars vil ég eignast iPhone og það strax þrátt fyrir alla gallana eins og ekkert 3G, engin video function á myndavélinni, ekkert MMS (sem ég ótrúlegt en satt nota furðu oft), aðeins hægt að setja eitt viðhengi pr. email og ekki hægt að senda sms á fleiri en einn viðtakanda.

  Fyrir þremur árum hefði ég hraunað yfir símann og kallað hann sorp en batnandi fólki er best að lifa. Ég er endurfæddur apple fanboy og viðurkenni það fúslega 🙂

 3. Það að hann virki með Mac þýðir eftirfarandi:

  Hann syncar tónlistina mína með réttum playlistum, réttu cover art og uppfærir play count alveg einsog iPod. Ég er algjör fasisti þegar að kemur að þessum málum.
  Syncar við iCal (sem syncar við Gcal hjá mér) og póstinn minn
  Syncar við address book og þar með talið myndir af fólki sem ég er með í Address book.
  Svo virkar OmniFocus á símanum (eða mun gera það allavegana). Þegar ég get syncað OmniFocus við síma þá verð ég glaður.

  Ég hef ekki enn átt síma sem hefur gert þessa hluti. Ég hef meira að segja aldrei átt síma sem hefur getað syncað símaskrána. Ég veit að það eru símar þarna úti sem virka, en Samsung hefur aldrei virkað.

  Ég hef ekkert að gera við MMS, en 3G er auðvitað stórt mál. Vonandi að það verði komið þegar síminn kemur til Evrópu.

 4. Ok, þetta gæti verið sniðugt. En samt finnst mér alltaf smá basl að þurfa að velja 3-4 skipanir, bíða svo eftir nettengingu bara til að skoða dagatalið mitt.

  Lykilatriðið fyrir mig varðandi skipulagið er OmniFocus og ég sé ekki að það muni virka annars staðar en á iPhone.

  Hvernig síma ertu annars með?

Comments are closed.