Íslenskir karlmenn og strípur

Í morgun setti ég fram kenningu á síðunni hennar [katrínar](http://www.katrin.is/?nid=4405), sem ég hef lengi verið að velta fyrir mér. Það er sú kenning mín að allir íslenskir karlmenn séu með strípur.

Ég henti þessu fram, en ákvað svo eftir smá umhugsun að slípa kenninguna aðeins til. Úr varð eftirfarandi kenning: “3/4 ljóshærðra karlmanna á Íslandi eru með strípur”.

Þetta virðist kannski ekki vera byltingarkennd kenning, en samt er þetta mögnuð kenning. Ég hangi eyði mínum tíma kannski bara á svona fáránlegum stöðum, en það er ekki lengur fyndið hversu margir ljóshærðir karlmenn á Íslandi eru með ljósar strípur. Eru allir að reyna að líkjast Eið Smára, eða er þetta eitthvað annað?

Nú hef ég ekki verið með strípur síðan ég var í Verzló (í þeim skóla var hárið mitt, nánast án undantekninga, hræðilegt. Annaðhvort sökum síddar eða hræðilegs háralits) en hætti því þegar ég fór til Bandaríkjanna, enda var maður nánast litinn hornauga ef maður setti gel í hárið í háskólanum mínum. Allir voru svo ofboðslega líbó á því að maður skar sig úr ef maður greiddi sér á morgnana. Hefði ég verið með strípur þar, hefði ég sennilega verið rekinn úr skólanum.


Æi, voðalega er þetta eitthvað losaraleg færsla. Ætli þetta sé ekki bara prelude að nýrri færslu um hárið á mér, þar sem ég hef ekki skrifað um það í langan tíma (fyrir nýja lesendur, þá má fræðast um hárið mitt með að lesa þessar færslur: [1](https://www.eoe.is/gamalt/2003/07/14/21.39.09/), [2](https://www.eoe.is/gamalt/2004/01/04/13.25.11/) og [3](https://www.eoe.is/gamalt/2004/01/13/00.06.24/)).

Það hefur nefnilega margt breyst síðan ég skrifaði síðast. Ég hef nefnilega ekki verið með síðara hár í mörg ár (með sítt að aftan og allt). Ég veit að lesendur iða í skinninu eftir því að lesa um hvernig það hefur breyst síðustu vikurnar. Það verður hins vegar að bíða. Í stað ætla ég bara að benda á hvað [Biblían](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/1573227633/ref=sib_rdr_dp/002-1934317-6236015?%5Fencoding=UTF8&no=283155&me=ATVPDKIKX0DER&st=books) segir um þetta allt:

>No man should dye his hair

Þar segir líka:

>Fleece is for exercising and snow-shoveling and-let us not forget-is manufatured from recycled soda bottles.

Já, og þetta:

>Hats will make a comeback someday.
It is not that day

Mikil speki.

Og þetta er að öllum líkindum sundurleitasta færslan á þessari síðu í marga mánuði. Er þetta þreyta, Popplagið með Sigur Rós eða eitthvað verra? Ég veit nefnilega varla hvað ég á að skrifa á þessa síðu lengur. Mig er farið að hlakka Ég hlakka til helgarinnar.

8 thoughts on “Íslenskir karlmenn og strípur”

 1. Ok, þú verður að skrifa leiðréttingar líka. Ég taldi að fyrstu tvö atriðin væru bara hárrétt hjá mér 🙂

  Er þó búinn að breyta þessu. Fór í kringum þetta. Íslenska var aldrei mitt sterkasta fag í skóla.

 2. Ég held satt að segja að það megi frekar skrifa þetta á þá staði sem þú sækir, svona kalt mat… Hverfisbarinn og World Class eru alveg ákjósanlegir staðir til að finna ljóshærða karlmenn með strípur.

  Strumpakveðjur 🙂

 3. Ágúst, ef áhersla þín á HINSVEGAR á að vera leiðrétting þá er það ekki alveg rétt. Hins vegar er leyft bæði í einu og tveimur orðum. Íslenskukennarnir mínir kenndu mér að nota tvö orð og persónulega finnst mér það fallegra 🙂

 4. Þú ert stórundarlegur í þessum pælingum. Þetta segir þó allt: “Ég eyði mínum tíma kannski bara á svona fáránlegum stöðum”. Ég held að þú sért stórlega að ofmeta strípuhlutfallið.

  Ég vinn kannski á svona óvenjulegum non-strípu-vinnustað en ég held að nánast enginn karlmaður (lesist: mjög fáir) af ótrúlega mörgum sé með strípur. Ég þarf kannski að skoða hárið á þeim betur.

  …ég hef svosem aldrei verið þekktur fyrir að vera með svona mál á hreinu. Kannski er allt löðrandi í strípugaurum án þess að ég taki eftir því.

 5. Þú verður að rannsaka þetta betur, Björgvin. Ég hef það á tilfinningunni að það sé fullt af strákum með strípur í Íslandsbanka 🙂

 6. ég er að vinna hjá skýrr ogþað eru gaurar með strípur hér þannig ég veðja það séu mun fleiri hjá íslandsbanka
  niður með stráka með strípur! :laugh:

Comments are closed.