Ísmolabox frá Helvíti

moli.jpgEinsog alltaf á þriðjudagskvöldum horfði ég á Queer Eye. Í miðjum þættinum voru Thom og Ted að versla í IKEA. Skyndilega fékk ég hroðalegt flashback. Þegar þeir voru á leiðinni út ákvað Ted að kaupa ísmolabox, sem honum fannst voða sætt. Það sem Ted vissi hins vegar ekki er að þetta ísmolabox er hannað af Satan!

Þegar ég bjó með Hildi útí Bandaríkjunum keypti Hildur svona ísmolabox. Henni, líkt og Ted, fannst ýkt krúttulegt að eiga ísmola í alls konar lögum. Þetta ísmolabox var nálægt því að vera það eina, sem við gátum verið ósammála um. Ég hataði það meira en pláguna. Mér er reyndar til efs um að ég hafi hatað neinn hlut á jafn mikið á ævinni. Kannski að kraninn í eldhúsinu hérna á Hagamel komist nálægt því, því hann hefur einstakt lag á að byrja að leka þegar ég er að horfa á sjónvarpið.

Ísmolaboxið er nefnilega úr gúmmíi. Það veldur því að í stað þess að losna þegar maður ýtir á þá, þá loða ísmolarnir við IKEA boxið. Þannig að til að ná einum stjörnu- eða hjartalaga ísmola þarf maður að beygja boxið fram og tilbaka í 2 mínútur. Þetta hljómar kannski ekki of erfitt, en þetta ísmolabox komst ansi nálægt því að gera mig sturlaðan.

Ég elska IKEA en þessi ísmolabox eru af hinu illa! Satan hannaði samstæðuna í stofunni minni og ísmolaboxin hjá IKEA.

Annars var Queer Eye góður. Ég held að mér finnist Thom núna vera fyndnari en Carson. Þeir eru snillingar.

8 thoughts on “Ísmolabox frá Helvíti”

  1. já en var ekki hægt að láta þetta liggja bara í smá stund og láta þiðna …. og taka svo úr..

    minnir að það hafi virkað fínt..

  2. Jú, það má vel vera og mig minnir að þessum rökum hafi verið beitt á mig áður.

    Eeeeen, ég hef enga þolinmæði fyrir slíkt og auk þess eiga klakarnir bara að koma strax úr boxinu en ekki eftir einhverja bið 🙂

  3. Ég á klakavél. Ég elska klakavélina mína. Ég gæti ekki lifað án klakavélarinnar minnar. Klakabox frá helvíti eru aðeins óljós minning fyrir mér… :tongue:

  4. Ég er fyrir löngu búinn að brjóta öll klakaboxin sem fylgdu ísskápnum. Fyrir vikið er aldrei til klaki nema sá sem kemur úr matvörubúðinni.

    Ég er ekki ofbeldishneygður að eðlisfari en ég er sammála Einari, þegar mann vantar ísmola þá hefur maður EKKI þolinmæði í að bíða eftir að þeir þiðni.

Comments are closed.