Jakkafataþreyta

Ok, ég er búinn að komast að stórmerkilegum hlut. Málið er nefnilega að ég verð örmagna af þreytu af því einu að vera í jakkafötum allan daginn. Ég segi bara Guði sé lof fyrir að ég vinn ekki í banka.

Sem betur fer er það svo að í vinnunni minni þarf ég ekki að vera í jakkafötum nema við hátíðleg tilefni, svo sem þegar ég tek á móti útlendingum eða þegar ég fer í heimsóknir til útlanda. Það skrítna við þessi skipti, sem ég fer í jakkaföt, er að ég verð alltaf gjörsamlega örmagna í lok dags.

Dagurinn í dag var t.d. ósköp venjulegur. Ég var mættur í vinnu aðeins seinna en vanalega og var þá með konu, sem var í heimsókn hjá okkur. Við funduðum nokkuð lengi, ég komst í ræktina og svo var ég í vinnunni til 5, sem er mjög stuttur vinnudagur. En þegar ég kom heim var ég alveg búinn. Ég settist niður og var nánast sofnaður. Þurfti þó að berja í mig hressleika því ég fór áðan útað borða. Fór á Vox, sem er æði.

Allavegana, ég get ekki séð hvernig þessi dagur hefur verið öðruvísi en aðrir dagar, nema fyrir þá staðreynd að ég var í jakkafötum. Þannig að það hlýtur að vera eitthvað við þann fatnað, sem gerir þetta að verkum. Ég fíla reyndar að ganga í jakkafötum, svona öðru hvoru. Maður fær hrós fyrir að líta vel út og þetta er ágætis tilbreyting við gallabuxurnar, sem ég geng í dags daglega. En þetta þreytu dæmi er verulega þreytandi. Já, eða eitthvað svoleiðis.

Ég er til dæmis svo þreyttur núna að þessi færsla er eintóm vitleysa.

En svona til að segja eitthvað af viti, þá vil ég vinsamlega benda fólki á að “Sooner or Later” með Bob Dylan er fokking snilld!

Já, og svo er það leiðinlegt að [Toggi](http://www.toggipop.blogspot.com/) skuli vera hættur að blogga. Ég þarf að fara að finna mér nýjar síður til að lesa víst að bæði hann og Járnskvísan eru dottin útúr daglega blogg rúntinum mínum.

2 thoughts on “Jakkafataþreyta”

  1. Jamm, það gæti hugsanlega verið bindið. Já, eða það að maður hneppi skyrtu uppí háls. Eitthvað er það við þessi föt 🙂

Comments are closed.