Kanye, golf og markaðsmál

Ef ég byggi í Bandaríkjunum, þá myndi þetta sennilega hljóma einsog ég hefði verið að uppgötva Coldplay í fyrsta skipti, en allavegana, ég var að uppgötva Kanye West. Hef náttúrulega hlustað á plötur, sem hann hefur pródúserað, en undanfarna daga hef ég verið að hlusta á [College Dropout](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B0001AP12G/qid=1120257776/sr=8-1/ref=pd_bbs_ur_1/002-5442069-0116005?v=glance&s=music&n=507846), þar sem hann rappar sjálfur. Allavegana, platan er æði! Mæli með henni, líka fyrir ykkur sem segist ekki fíla hip-hop. *Never Let Me Down* og *We Don’t Care* hafa verið á repeat.


Áðan spilaði ég golf í fyrsta skipti í heilt ár. Vinnan mín var með smá golfmót uppá Bakkakotsvelli. *Hólí Móses* hvað ég var lélegur. Ég þurfti að útskýra fyrir þeim, sem ég spilaði með, að ég hefði actually spilað golf áður á ævinni. En það er ár síðan ég spilaði síðast og ég var búinn að gleyma öllu. Ég á eftir að vera með harðsperrur á morgun eftir öll vindhöggin. Ég meina VÁ hvað ég var lélegur. VÁááá!!!


Mér finnst það voða skemmtilegt að núna eru í gangi fjórar markaðsherferðir, sem ég hef yfirumsjón með. Held að ég hafi aldrei verið jafn aktívur.

Í fyrsta lagi er það Vivana ís, sem er í gangi í sjónvarpi og á fullu í búðum. Fituminni ís frá Nestlé, sem ég mæli hiklaust með. Ég vann auglýsinguna frá grunni með auglýsingastofunni og var það nokkuð skemmtileg vinna. Er líka nokkuð sáttur við auglýsingarnar og hef fengið mjög jákvætt feedback.

Ég er líka með Lion Bar á fullu í sjónvarpi og bíóum. Notum þar franska auglýsingu, sem virkar að mínu mati vel. Súkkulaðið hefur líka breyst og er miklu betra en það var áður. Enda hefur herferðin líka gengið þvílíkt vel.

Svo er það Nescafé Colombie, sem er herferð unnin eftir minni hugmynd. Allar auglýsingarnar í þeirri herferð eru íslenskar, teiknaðar af strákum hjá Vatíkaninu.

Síðast er það svo Nescafé Latte, sem er reyndar einungis dagblaðaherferð.

Í viðbót við þetta hef ég verið með birtingar á Baci súkkulaði, sem og auglýsingar fyrir nýjar tegundir af Yorkie. Þetta er ábyggilega nýtt met.


Umfjöllun mín um [DV og Hér og Nú](https://www.eoe.is/gamalt/2005/06/30/09.56.22/) rataði alla leið í dagblöðin. Hvaða dagblað? Nú, DV auðvitað. Síða 31 í dag. Ekki virðist það hafa aukið traffíkina á þessa síðu, en flettingar eru 533 í dag (innlit 234), miðað við svona 750-800 vanalega (um 350-400 innlit)

13 thoughts on “Kanye, golf og markaðsmál”

 1. Passar, það virðist lítið auka umferðina að komast í DV – en hinsvegar fer hún upp úr öllu valdi ef maður talar illa um DV.

 2. Ókei, þessi diet-ís er örugglega frábærlega ljúffengur en mér dauðbrá þegar ég sá “gelluna” á Danól-síðunni. Ég hélt nefnilega fyrst að hún væri með sígarettustubb á milli útglenntra, glansandi og RISASTÓRRA tannanna og skildi EKKERT í því hvað reykjandi stelpa í smiðabúningi ætti sameiginlegt með ís. En svo sá ég að þetta er nagli, og hún líklega í einhverskonar dömubúningi (ís eða kartöflur).

  En, áttu myndir af þessum herferðum? Langar að sjá.

  Og reyndu að tékka á rappara sem heitir Fat Hed.

 3. NEI!!!

  Berð þú ábyrgð á þessar auglýsingu?? Hún er VERRI en Steinn Ármann og Svavar Örn í 10-11!!!

  Og er þá MIKIÐ sagt!!

  En svona til að vera ekki algjörlega neikvæður, Nescafé Colombie auglýsingin er fín en setningin “úr ekta arabíka baunum” fékk mig til að brosa. En það er svosem til fólk sem finnur ekki muninn. Og lætur jafnvel selja sér Latte úr pakka 🙂

 4. Hey, snobbhæna. Ég þori að veðja að þú finnur ekki mun á Cap Columbie og því kaffi, sem þú ert að drekka núna. Ef þú myndir taka blint test, það er. Kaffi snýst um bragð, ekki fyrirhöfn 🙂

  Það er einnig aldrei talað um “ekta” baunir, þannig að ég veit ekki að hverju þú ert að brosa. [Sjá hér](http://nescafe.is/?p=auggligli).

  En ok, gott og vel þér finnst ís-auglýsingin slæm. En ef ég myndi spyrja þig hvaða ístegund væri fituminni en aðrar tegundir, hverju myndirðu svara 😉

 5. Ok, ég mundi þetta ekki 100% 🙂

  En já, mér finnst þetta svona næstum einsog ef Áman færi að auglýsa að bílskúrsvínið þeirra væri úr “100% vínþrúgum” :confused:

  Og ástæðan fyrir því að ég finndi e.t.v. ekki muninn núna er að ég drekk mest af kaffi úr Selecta-vél. Reyndar á þetta að vera fullkomnasta gerð af slíkri vél en ég er ekki ánægðari með kaffið en þannig að ég kvarta ekki, ekki meira. Á hinn bóginn var ég með mynd af espressovélinni minni sem wallpaper á gemsanum mínum, þangað til hann týndist.

 6. Nei, Ágúst þú misskilur þetta algjörlega.

  Fullt af kaffitegundum eru með aðeins hluta úr Arabica baunum. Þannig að til dæmis 40% Arabica og svo er það drýgt með 60% Robusta.

  Cap Columbie er hins vegar 100% Arabica. Þannig að þetta væri einsog að segja að vín væri úr 100% shiraz í stað 40% shiraz og 60% merlot.

  Og já, Cap Columbie er án efa betra en Selecta kaffið þitt. Prófaðu að hafa krukku með þér í vinnuna.

 7. Miðað við það að ég finn stóran mun á Lavazza Rosso og Oro baunum held ég að ég ætti að geta fundið mun á nes”kaffi. Robusta er ógeð, by the way.
  Fyrirhöfnin hjá mér að fá mér kaffi heima hjá mér er að ýta á einn takka, og fylla stöku sinnum á baunir og vatn.
  Reyndar finnst mér alltaf jafn fyndið að 90% kaffis í UK er instant, en þeir fúlsa alltaf jafn mikið við instant-tei.

 8. Fullt af kaffitegundum eru með aðeins hluta úr Arabica baunum. Þannig að til dæmis 40% Arabica og svo er það drýgt með 60% Robusta.

  Cap Columbie er hins vegar 100% Arabica. Þannig að þetta væri einsog að segja að vín væri úr 100% shiraz í stað 40% shiraz og 60% merlot.

  Drekkurðu kaffi, Einar? 🙂

  Meirihlutinn af því kaffi sem er drukkinn í heiminum er líka algjört skolp! M.a.s. stór hluti kaffihúsa í Evrópu selja vart drekkandi kaffi.

  Varðandi Bretland, Björn, sá ég einhvern tímann heimildarmynd um kaffiiðnaðinn í Bretlandi. Instant teið kom eiginlega til sem viðbrögð við Nescafé á áttunda áratugnum. Talað er um að breska kaffibyltingin hafi byrjað 1998 og sé enn í gangi; þ.e.a.s. Bretar fóru í stóru mæli að tileinka sér kaffidrykkju sem byggði á espresso- en ekki instantkaffi.

 9. >Cap Columbie er hins vegar 100% Arabica. Þannig að þetta væri einsog að segja að vín væri úr 100% shiraz í stað 40% shiraz og 60% merlot.Drekkurðu kaffi, Einar?

  Ehm, já, ég drekk kaffi. Skil hins vegar ekki restina af málsgreininni.

  En allavegana, þið kaffi séníar, prófið kaffið. Gefið því sjens. Blandið kaffinu saman við vatn og látið standa í eina mínútu. Segið mér svo skoðun ykkar. Ef þið drekkið bara espresso, þá þýðir það sennilega lítið.

  Annars skil ég ekki þessa prósentu-umræðu, sem startaði þessu öllu. Kannski er ég bara svona þreyttur.

 10. Blockquote-dæmið hefur eitthvað misfarist hjá mér. Átti að vera semsagt tilvísun í kommentið frá þér (#9) og svo bara þessi spurning “Drekkurðu kaffi, Einar?”

  Síðan benti ég bara á að meirihluti þess kaffis sem drukkinn er í heiminum er hálfgert skolp. Það er m.a.s. fullt af fólki sem er svo ónæmt fyrir bragðinu að það finnur engan mun þegar kaffi er “upphitað” í örbylgjuofni.

  En jájá, ég skal alveg gefa þessu séns. Kaupi svona dollu næst þegar ég fer í Bónus. Tók einmitt eftir því að þetta var á lægra verði en Gold-dollan (athugaði það nú þar sem ég hafði verið að kommenta á þetta hér).

Comments are closed.