Kjötbollur? Í alvöru talað?

Ég er kominn heim. Þið getið því formlega kysst þetta góða veður BLESS!

* * *

Tveir náungar sem ég þyrfti að eiga orð við. Fyrir það fyrsta: Gaurinn sem ákvað að Flugleiðir myndu servera kjötbollur úr kjötfarsi í Ameríku-fluginu! Í alvöru talað? Kjötfars er að mig minnir samblanda af bylgjupappa og innyflum úr óþekktum dýrategundum. Gat enginn hjá Icelandair fundið aaaðeins ódýrara kjöt? Var allt hvalkjöt uppselt?

Seinni gaurinn er diplómat í Brussel, sem ákvað það – að eftir að maður hefur farið í gegnum vopnaleit í USA þar sem ég þurfti meðal annars að fara úr skónum og standa inní klefa þar sem einhverjum efnum var sprautað á mig í 15 sekúndur – og eftir 5 tíma flug í þröngri flugvél, þá þyrfti maður líka að standa í biðröð eftir því að fara í aðra vopnaleit þegar maður er kominn heim til Íslands.

Svo þegar maður er nýbúinn að setja á sig beltið, þá tekur tollurinn aftur af mér allar töskurnar og leitar í þeim líka.

Velkominn til fokking Íslands.

(Annars var ferðin frábær. Skrifa meira um hana seinna).

9 thoughts on “Kjötbollur? Í alvöru talað?”

 1. Tollurinn gerir hvað hann getur til þess að eyðileggja fyrir manni heimkomu úr fríum. Nú er maður farinn að kvíða fyrir nánast öllum útlandaferðum, upp á að lenda ekki í tollinum, sem virðist leggja meira upp úr því að hanka fólk með einhver raftæki heldur en eiturlyf.

 2. Nú er ég ekki góðkunningi lögreglunnar eða neitt slíkt en í hvert skipti sem ég kem til Íslands aftur er ég stoppaður af tollinum og tekin í nett spjall.

  það skiptir þá engu hvort að ég sé að koma órakaður og tuskulegur úr viku fylleríi í Kaupmannahöfn eða hvort ég að sé að koma í jakkafötum úr vinnuferð í London. Ég er bara alltaf stoppaður og spurður spurninga sem hljóma afskaplega venjulegar en eru smíðaðar til að sjá viðbrögð mín við þeim og hvort að ég sé að ljúga.

  magnað.

 3. Já, við erum eflaust á einhverjum lista hjá tollinum. Magnað samt með þennan toll. Af hverju er Ísland eina land í heiminum þar sem maður þarf að skanna farangurinn við heimkomu?

  Ég verð alltaf fúll þegar ég er stoppaður.

 4. Vá, var einmitt mjög pirraður þegar ég kom til Íslands í síðustu viku í helgarstopp. Í fyrsta lagi voru það bylgjubollurnar og svo endurtekning á vopnaleit.
  Þeir starfsmenn sem voru að gera vopnaleit gátu ekki svarað fyrir þetta bull og fannst þetta einnig fremur bjánalegt.
  Bara að flytja aftur til USA.

 5. Var nu skannad hja mer vid komu til Peru um daginn eftir ad eg fekk rauda ljosid a random tjekkinu.

  Annars finnst mer thad faranlegasta vid ad fara i gegnum Leifstod er boarding, thegar madur synir boarding card til thess ad komast i thessa litlu rett vid hlidid thar sem allir bida eins og sardinur i dos og svo thegar graena ljosid kemur aeda allir upp stigann og ut a landganginn ut i vel. Ekkert skipulag. Enginn tilganur med thvi ad smala lidinu inn i thessa girdingu.
  Klassiskt.

 6. Ég hef aldrei verið stoppaður í tollinum. Held ég hljóti að vera ofsalega heiðarlegur í framan!

 7. Af hverju er Ísland eina land í heiminum þar sem maður þarf að skanna farangurinn við heimkomu?

  Mér skilst að það sé vegna þess að Ísland er einn útvarða Schengen samstarfsins. Allir sem koma frá löndum utan Schengen þurfa að fara í gegnum vopnaleit. Svo er það hitt að það er kergja í samstarfinu milli ESB og BNA sem leiðir til þess að eftirlit sem að öllum líkindum er nægilega gott er engu að síður metið ófullnægjandi. Skilst mér að þetta gildi í báðar áttir, þú lendir í þessu á leiðinni til og frá BNA ef hinn áfangastaðurinn er innan ESB/Schengen.

  En jújú, það er vel hægt að taka undir kergju af þessum sökum.

 8. Ástæðan fyrir því að komufarþegar frá Bandaríkjunum þurfa að gangast í gegnum vopnaleit er út af því að bæði ESB og USA gaurar sem sjáum öryggismál á flugvöllum hafa lýst FLE sem skítugum flugvelli. Skítugur flugvöllur á mannamáli þýðir að brottfarafarþegar eru að blandast við komufarþegar. Fyrst að það eru mismunandi reglur um öryggismál í USA og ESB þá hafa þessir aðilar skipað FLE um að skanna komufarþegar frá USA sem blandast við Schengen farþega. Ef þetta er ekki gert þá geta flugvélar frá FLE ekki flogið til þessara landa. Ég get ekki gefið neinar ástæður fyrir kjötbollunum eða af hverju þú lendir alltaf í Tollinum!! Sorry!

 9. Takk fyrir þetta, Hulda Katrín. Þetta skýrir ýmislegt. Núna þarf ég bara að komast til botns í stóra kjötbollumálinu

Comments are closed.