Kominn heim

Jæja, ég er kominn heim frá Bandaríkjunum. Síðasta vikan úti leið frekar hratt. Ég var í síðasta prófinu á miðvikudag, en það var hagfræði. Síðan eyddi ég deginum við að klára að versla jólagjafirnar og svo fórum við Hildur útað borða og svo í partí um kvöldið.

Flugið var bara fínt, ég hafði sofið svo lítið undanfarna daga að ég gat í fyrsta skipti sofið alla leiðina heim. Svo held ég líka að þetta hafi verið í fyrsta skiptið, þar sem það var hlýrra á Íslandi en á þeim stað, sem ég var að koma frá. Allavegana þá var í síðustu viku svona 10 stiga frost í Chicago.