Kvennafótbolti

Ég var að komast að því að það er búið að setja af stað atvinnu knattspyrnudeild fyrir konur hérna í Bandaríkjunum. Hins vegar myndi ég ekki hafa hugmynd um þessa deild ef ekki væri fyrir morgunblaðið á netinu. Þeir flytja reglulega fréttir af deildinni, þar sem einhverjar íslenskar stelpur leika í deildinni.

Ég hef hvorki heyrt, lesið né séð neitt um þessa deild í bandarískum fjölmiðlum, samt les ég daglega íþróttasíður Chicago Tribune og horfi á SportCenter. Fyndið hvað Morgunblaðið gerir mikið úr þessari deild, miðað við áhuga innfæddra.