Kvöld í Stokkhólmi

And through it aaaaaaaaaaaaall she offers me protection…

Þetta lag á sennilega það sem eftir er að minna mig á ákveðna stund á ákveðnum stað í Liverpool borg með vinum mínum. Mjög skondið móment, sem rifjaðist upp fyrir mér yfir kvöldmatnum þegar þetta var spilað á veitingastaðnum.

* * *

Þegar ég ferðast einn, þá geri ég oft fulltaf hlutum sem ég elska en geri samt aldrei á Íslandi. Fínt dæmi er gærkvöldið. Þá fór ég útað borða á sæmilegum veitingastað, pantaði mér steik og hálfa rauðvín og drakk flöskuna með matnum um leið og ég las nokkra kafla í frábærri bók. Þetta var æðislegt!

Heima á Íslandi geri ég aldrei svona hluti. Stundum finnst mér æðislegt að vera einn með sjálfum mér, en heima er maður af einhverjum ástæðum hræddur við að vera einn utan heimilisins. Kannski vill maður ekki líta furðulega út. En það er samt sem áður staðreynd að kvöld einsog gærkvöldið eru svo miklu skemmtilegri en sum kvöldin sem maður á heima hjá sér, liggjandi í leti fyrir framan sjónvarpið.

* * *

Var að lesa Bush Falls eftir Jonathan Tropper, sem skrifaði líka How to talk to a widower. Einsog sú bók er Bush Falls æði. Uppáhalds-samtalið mitt í bókinni er milli Joe, söguhetjunnar (34 ára) og Jared, 18 ára frænda hans. Joe byrjar:

>What about the window girl?
Kate.
Kate. You think you’ll talk to her anytome soon?
I don’t know. As frustrating as it is, there’s something nice about this stage.
She doesn’t know you exist. I don’t think you can legally call that a stage.
I know. But I haven’t fucked anything up yet.
Point taken.

Jamm.

* * *

Í kvöld var ég á pöbb og horfði á bæði Arsenal og Man U komast áfram í Meistaradeildinni. Ég er með ofnæmi fyrir báðum liðum. Ég hefði frekar átt að vera heima, baðandi sjálfan mig í sýrubaði fullu af nöglum, hlustandi á Celine Dion.

Það hefði verið skemmtilegra.

One thought on “Kvöld í Stokkhólmi”

  1. Bættu Indversku prinsessunni við í baðkarið og þá væri kvöldið fullkomnað!

Comments are closed.