Kvót dagsins

Þetta er náttúrulega snilld: Þvagblaðra Haraldar (af Örvitanum)

Einu skiptin sem ég vil heyra af fræga og ríka fólkinu er þegar það hefur álpast til að taka upp myndbönd með kynlífi sínu og glutrað spólunni. Meira slíkt, minna slúður.

Ég var að fatta aftur hvað Odelay með Beck er hrikalega góð plata. Hlustaði á hana í World Class í hádeginu og var algerlega ofvirkur fyrir vikið. Diskobox er snilld.

Annars er lítið búið að komast í spilarann nema Muse og Mínus. Tvö snilldarbönd. Var ekkert smá sáttur þegar ég sá að Mínus var að hita upp fyrir Muse. Halldór Laxness er ein besta íslenska rokkplatan, sem ég held að ég hafi bara heyrt. Djöfull verður gaman á miðvikudaginn. Hæ hó jibbí jei!!