Landsfundur

Ég gerði heiðarlega tilraun til að mæta á landsfund okkar jafnaðarmanna í dag. Ætlaði að stoppa örstutt á Serrano í leiðinni til að sækja gleraugun mín. Það stopp reyndist vera nærri því tveir tímar og því missti ég af öllu prógramminu. Stefni því á að fara á morgun.

Annars hlýtur það að vera innihaldslausasta sjónvarpsefni að taka viðtöl við flokksbundið fólk um niðurstöður skoðanakannana. Hefur einhven tímann einhver komið með eitthvað sérstaklega gáfulegt eða frumlegt svar við slíkum spurningum? Nú má vel vera að einhverjir telji þetta bara vera röfl í mér af því að ég tilheyri núna 3. stærsta flokki landsins. Og mér er eiginlega nokk sama. Tölum um eitthvað sem skiptir mig máli. Til dæmis það að Samfylkingin vilji fara inní ESB! Það er nú fjör.

Annars í kvöld eru það hinir sænsku snillingar Peter, Björn og John – sem ég og Jens ætlum að fara á á Nasa. Svíþjóð er einmitt í ESB og þess vegna verða þetta góðir [tónleikar](http://www.last.fm/event/126527).

Og já, ég er með hausverk þriðja daginn í röð. Þetta fer að verða pirrandi. Stefni á að fá mér bjór á eftir til að reyna að losna við þennan óþverra. Tveir bollar af grænu te-i með ginseng hafa ekki virkað, þannig að bjórinn er mitt síðasta úrræði.

3 thoughts on “Landsfundur”

  1. Prufaðu að hætta í samfylkingunni, kannski hættir hausverkurinn..pæling.

Comments are closed.