Leiðindi

Mikið óskaplega leiðast mér þessar umræður á milli FC Diðriks og Orators. Á fotbolta.is hefur verið þrasað stanslaust síðustu viku. Einnig var einstaklega leiðinilegt að vera fyrir utan völlinn þegar á leik þessara liða stóð, því þar var mikið verið að rífast og menn fóru meira að segja að uppnefna hvorn annan einsog smákrakkar.

Ég tek þessa leiki í utandeildinni ekkert alltof alvarlega, maður leggur sig náttúrulega í leikina en ég nenni ekki að vera að deila um úrslit eða kærumál.