Leti og iPhone

Ég er búinn að vera óvenju mikið heima hjá mér þessa vikuna. Útaf þessum hnémeiðslum þá var ég heima allan daginn mánudag og þriðjudag og svo hef ég lítið gert undanfarin tvö kvöld. Til viðbótar við það hef ég engar íþróttir geta stundað þessa vikuna. Það sem ég hef komist að er að þessi leti elur af sér frekari leti.

Þegar ég slepp við það að vakna klukkan hálf sjö til að fara í ræktina þá enda ég ekki á því að vaka lengur eða vera betur út sofinn, heldur fer það í akkúrat hina áttina. Núna er klukkan til að mynda ekki orðin 11 og ég er orðinn dauðþreyttur, hef hangið uppí sófa mestallt kvöldið gerandi ekki neitt. Ég veit ekki hvað það er, en ég tengi allavegana þessa leti við hreyfingarleysið.

Því get ég ekki beðið eftir helginni, þegar ég mun fara útúr bænum og næstu viku þegar ég get byrjað að hreyfa mig á ný.

* * *

Apple er búið að gefa út nýja iPhone útgáfu og ég get ekki beðið eftir að uppfæra, en það er samt ekki hægt alveg ennþá þar sem þá fer síminn hjá mér í rugl.

Ég er eiginlega bara spenntur fyrir þessu nýja iPhone kerfi af tveimur ástæðum. Fyrir það fyrsta, þá sync-ast dagatölin sjálfkrafa á milli tölvu og iPhone. Þetta er frábært fyrir mig, þar sem að sirka helminginn af mínum fundum og kontöktum er ég að breyta á símanum og hinn helminginn á tveimur mismunandi tölvum. Það er því nauðsynlegt að þetta uppfærist sjálfkrafa á milli tækjanna.

Einnig er ég spenntur að sjá hvernig forritin í iPhone verða. Til að byrja með veit ég um eitt forrit, sem mun beinlínis breyta minni vinnu en það er OmniFocus fyrir iPhone. Ég nota OmniFocus á Makkanum mínum til að skipuleggja gjörsamlega allt í minni vinnu. Þetta forrit hefur breytt því hvernig ég hugsa vinnuna mína og hjálpað mér gríðarlega. Eini gallinn er að forritið er á tölvunni minni og margt af því sem ég þarf að gera er ég að gera útí bæ þegar ég nenni ekki að taka upp tölvuna. Fyrir þannig atburði er OmniFocus fyrir iPhone nákvæmlega það sem ég þarf. Ég get ekki beðið eftir því að uppfæra og setja forritið inná símann minn.

Fyrir utan OmniFocus væri NetNewsWire sennilega forrit númer 2 sem ég myndi setja inn auk þess sem að Apple gáfu út nokkuð flott forrit, sem gerir manni kleyft að stjórna itunes á Makkanum eða AppleTV með símanum. Það lítur vel út.

9 thoughts on “Leti og iPhone”

 1. Ég hef verið að leita mér að skipulagsforriti í svolítinn tíma, og litist einna best á Things og OmniFocus. Ég hef aðeins prófað að nota Things, og líkað svona þokkalega, en á eftir að testa OF. Heldurðu að það sé of umfangsmikið fyrir einstakling sem þarf í raun bara að skipuleggja nám oþh?

 2. Hmm.. Skrifaði comment sem birtist síðan einhverra hluta vegna ekki.

  Nú hef ég aðeins verið að skoða mismunandi skipulagsforrit og litist einna best á Things og OmniFocus. Hef verið að prófa mig áfram með Things, sem er mjög létt og einfalt, en finnst eins og það vanti eitthvað á þeim bænum.

  Þar sem þú skrifar nokkuð reglulega um OF datt mér í hug að spyrja hvort þú haldir að það sé of umfangsmikið fyrir einstakling sem þarf fyrst og fremst að skipuleggja hjá sér nám og verkefni því tengt (+ eitthvað smotterí þar fyrir utan). Er það eitthvað sem gæti gengið?

 3. Ég veit ekki alveg með það. Ég nota OmniFocus til að fylgja eftir GTD kerfinu og ég hafði notað OmniOutliner á unda því, þannig að ég vandist því í gegnum tíðina. Ef þú ætlar ekki að fylgja GTD og ert meira að leita þér að einhverju lauslegu skipulags, þá sýnist mér Things vera bæði einfaldara og fallegra.

  Ég hef í raun verið að skoða það að skipta úr OF í Things, en það er dálítið stórt skref.

 4. Ég var einmitt að skipta úr OF yfir í Things. Fannst alltaf OF einum of umfangsmikið fyrir það sem ég þurfti… var stundum bara fyrir mér. Things virðist henta mér örlítið betur þó ég væri til í að vera með forrit sem er mitt á milli. Things er þó styttra á veg komið í þróun og á eflaust eftir að styrkjast. Þó OF fylgi GTD eftir stafnum þá getur maður alveg fylgt GTD eftir og notað Things. Enda skiptir tólið ekki allra mestu í GTD, eins og Allen tekur oft fram. Lykilatriðið er að tólið hjálpi manni að vinna eftir kerfinu.

  Það sem er snilld við OF í dag er samt að geta syncað við OF í iPhone. Things bjóða ekki upp á þetta eins og er. Það kemur, engin spurning. Ég vona bara að þeir geri það öðruvísi heldur en OF. Fíla ekki þessa WebDAV pælingu.

  Ég mæli í það minnsta með Things… en það er þó í betu ennþá og því e-h sem vantar. OF er komið yfir það stig, en ungt forrit enn.

  Annars get ég ekki beðið eftir lausn til að “hakka” 2.0 inn á símann og geta byrjað að prófa þessi forrit (OF, Things og fleiri) á símanum.

  kv, tobs

 5. sá að þú varst að twittera um dark knight. ég varð rugl spennt fyrir henni eftir að ég sá dóminn hans kevin smith um hana:

  “Without giving anything away, this is an epic film (and trust me: based on the sheer size and scope of the visuals and storytelling, that’s not an overstatement). It’s the “Godfather II” of comic book films and three times more earnest than “Batman Begins” (and fuck, was that an earnest film). Easily the most adult comic book film ever made. Heath Ledger didn’t so much give a performance as he disappeared completely into the role; I know I’m not the first to suggest this, but he’ll likely get at least an Oscar nod (if not the win) for Best Supporting Actor. Fucking flick’s nearly three hours long and only leaves you wanting more (in a great way). I can’t imagine anyone being disappointed by it. Nolan and crew have created something close to a masterpiece.”

 6. Sammála Tobbi, ég get ekki beðið eftir því að geta uppfært í 2.0. Mér er eiginlega sama um öll forrit, en að hafa OmniFocus í símanum mun bæta svo vinnuna mína að það er ekki fyndið. Verður ábyggilega jafnmikil bylting og þegar ég byrjaði að nota GTD í fyrsta skiptið.

  Og Kristín, þetta hljómar fáránlega spennandi. Ég man ekki eftir að hafa verið jafn spenntur fyrir mynd í mörg ár!

 7. Ég installði og prófaði omnifocus, líst bara mjög vel á það. Er að panta GTD bókina einnig til að skoða. Eitthvað meira sem þú mælir með Einar?

  kv.
  Leifur

 8. einsidan, ég hef einmitt verið að nota Things undanfarið. Prófaði það og það svínvirkar, er frábært fyrir mig persónulega að halda utan um atriði, fundi og annað í persónulega lífinu. Ég tek undir með Einari að það gæti verið aðeins of einfalt til að halda utan um fyrirtæki eins og hann er með. Fyrir allt annað mæli ég hiklaust með Things.

 9. Neibbs, Leifur – þetta er það kombó sem ég nota. Jú, reyndar mæli ég með því að taka upp stutt skilaboð á símanum. Alltaf þegar ég þarf að muna eitthvað þá nota ég lítið forrit á iPhone-inum, sem að tekur upp minnispunkta. Svo hlusta ég á þá og skrái inní OmniFocus reglulega.

Comments are closed.