Línuskautar

Ég og Hildur erum búin að eyða deginum á línuskautum meðfram Lake Michigan. Enda er veðrið ennþá alveg frábært. Það var ótrúleg traffík af fólki á hjólum og línuskautum þarna.

Annars er ég ekki alveg viss hvað ég ætla að gera í kvöld. Ég ætlaði upphaflega að djamma hérna á skólalóðinni en ég er frekar þreyttur, þannig að ég er ekki alveg viss.