London um helgina

Ég er að fara út á laugardaginn. Hef ekki farið til útlanda síðan ég sá Liverpool verða **EVRÓPUMEISTARA** í Istanbúl í maí. Það er auðvitað orðið alltof langt síðan. 🙂

Allavegana, fer til London. Á miðvikudaginn á ég fund í Kettering og sá því fram á að ég myndi ekki mæta í vinnu á þriðjudaginn. Þar sem að vinir mínir eru flestir rólegir um Verslunarmannahelgina, þá fannst mér vera kjörið að nýta ferðina og eyða helginni í London. Pantaði mér því ódýrt hótel nálægt Earl’s Court.

Ætla að reyna að túristast aðeins um London á staði, sem ég hef ekki komið áður. Ætla að fara í [British Museum](http://www.thebritishmuseum.ac.uk/) og eyða allavegna einum degi þar og ætla svo að fara niður til [Stonehenge](http://www.english-heritage.org.uk/stonehenge/). Ætla svo að ryena að hitta systur mína og versla eitthvað.

Veðrið á víst að vera [sæmilegt](http://www.weather.com/activities/travel/businesstraveler/weather/tenday.html?locid=UKXX0085&from=36hr_fcst10DayLink_business). Um 20 stiga hiti og það ætti að sjást til sólar allavegana á mánudag, þannig að ég reyni sennilega að fara til Stonehenge þá.


[Síminn var seldur](http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1151232;gid=2352) í dag fyrir 67.000.000.000 krónur. Væri ekki best að borga þetta verð beint út til allra Íslendinga? Það myndi þýða að hver lifandi Íslendingur fengi ávísun uppá 230.000 krónur. Einstæð móðir með tvö börn fengi 690.000 krónur. Það væri ekki slæmt.

En nei, auðvitað verður þessu eytt í eitthvað bull. Þarf ekki örugglega meiri pening í landbúnaðarkerfið? Já, eða fleiri jarðgöng útá landi. Það væri líka æði.

3 thoughts on “London um helgina”

  1. Það væri náttúrulega þensluhvetjandi að greiða þessa upphæð beint út til þjóðar með jafn litla sparnaðarhneigð. Betri útfærsla væri líklega að greiða þetta beint inn á séreignarlífeyrisreikning.

  2. Já, ég veit, Óli. Ég er sammála þinni hugmynd. Málið er bara að þegar ríkið fær svona peninga, þá eiga menn til að klúðra þeim í einhverja vitleysu. Jarðgöng og slíkt.

    Það væri í raun algjör snilld að láta þetta inná lífeyrisreikning hjá fólki, í stað þess að leyfa Davíð, Dóra og Geir að spreða þessu.

Comments are closed.