Matarboð

Nýja U2 platan er gargandi snilld. Einu sinni þótti mér flott að kalla U2 leiðinlega hljómsveit, en í dag eru þeir æði. Síðustu tvær plötur eru frábærar.


Er búinn að vera í tveim massívum matarboðum síðustu tvo daga. Fór í jólahlaðborð með vinnunni í Skíðaskálanum á föstudagskvöld. Ég er ekki mikið fyrir þessi jólahlaðborð, en steikarborðið reddaði mér fyrir horn.

Fór svo í bæinn með fulltaf fólki úr vinnunni. Val á skemmtistöðum var vægast sagt einkennilegt fyrir djamm hjá mér. Byrjaði á einhverjum stað, sem heitir víst Vínbarinn og er rétt hjá Skólabrú. Fór síðan á Thorvaldsen. Á báðum stöðum leið mér einsog ég væri yngsti einstaklingurinn þar inni. Jú, það var geðveikt sæt stelpa að bera fram drykki á Thorvaldsen, en þetta er ekki alveg mitt krád. Ekki enn allavegana.

Fór á tóman Hverfisbar, þar sem tvær viðbjóðslega fullar stelpur tóku upp hálft dansgólfið og urðu til þess að ég hellti bjór á nýju jakkafötin mín. Þetta var í raun önnur helgin í röð, þar sem ég var á djamminu í jakkafötum. Það er frekar skrítið. Mér leið svona eiginlega einsog ég væri kominn aftur í framhaldsskóla þegar maður hélt að maður væri rosa svalur í jakkafötum, reykjandi vindla inná Skuggabarnum. Mikið var samt gaman þá.

Lét svo draga mig á Sólon en þegar þangað var komið nennti ég þessu ekki lengur. Vikan er búin að vera bilun í vinnunni og ég var orðinn frekar þreyttur.

Þreytan kom svo bersýnilega í ljós í gær þegar ég svaf (með tveggja tíma vökuhléi) til klukkan 6. Dreif mig þá í annað matarboð, sem var “Thanksgiving” matarboð, sem matarklúbburinn minn hélt. Ljómandi skemmtilegt alveg hreint. Einhvern veginn lendum við alltaf í sömu umræðinnu í þessum klúbb og svo fékk ég einhver svakalegustu skot, sem ég hef fengið, frá vinkonu minni, en þetta var samt frábært.

Ég var reyndar svo slappur þegar ég mætti í veisluna að ég gat varla borðað neitt, sem er þvílík synd, þar sem maturinn var æði. Kalkúnn með meðlæti er uppáhaldsmaturinn minn og ég fæ þann mat bara tvisvar á ári, þannig að það var synd að ég var svona slappur. En allavegana, þessar umræður, sem við dettum alltaf í í klúbbnum snúast rosalega oft um byggðamál á höfuðborgarsvæðinu, nokkurs konar togstreita milli miðbæjarins og Kópavogs. Ég ætla að skrifa aðeins um þetta hér á síðunni þegar ég nenni.

Núna eftir 45 mínútur er það Liverpool Arsenal. Tveir vinir ætla að kíkja í heimsókn og ég vona geðheilsu minnar vegna að Liverpool vinni!

4 thoughts on “Matarboð”

 1. Jæja, hvernig er geðheilsan? Was this what the doctor ordered? 🙂

  Og ég er einmitt á öndverðum meiði við þig. Mér fannst U2 alltaf frábær hljómsveit, en með síðustu tveimur plötum myndi ég fara að segja að hún sé orðin leiðinleg.

  Zooropa var hátindurinn, að mínu mati…

 2. Jammm, þetta var akkúrat það, sem ég þurfti á að halda! Þvílíkur leikur 🙂

  Annars ertu fyrsti maður í heimi, sem ég heyri halda því fram að Zooropa sé hátindur á ferli U2. Zooropa og Pop eru að mínu mati slöppustu plöturnar hjá sveitinni. Í raun er bara The Wanderer, sem ég held mikið uppá af Zooropa.

 3. Auðvitað er Zooropa ekki “hátindurinn” á ferli þeirra. Það er Joshua Tree/Rattle ‘n Hum/Achtung Baby tíminn, fimm ára tímabil þar sem U2 uppgötva Ameríku, Ameríka uppgötvar U2 og þeim tekst að endurskapa sjálfa sig sem hljómsveit þrisvar á aðeins fimm árum… hreint ótrúlegur tími.

  Ég er bara að segja að Zooropa er mín uppáhalds U2-plata. Mér finnst hún bara búa yfir einhverjum töfrum sem engin önnur U2-plata hefur … Joshua Tree hefur það líka, en á allt annan hátt … Zooropa er eins og ástarbréf til Evrópu, á einhvern skrýtinn hátt. Og endirinn er sjúkur, ‘The First Time’ er svo einlægt og sykursætt, ‘Dirty Day’ er eins og beint upp úr Screwtape Letters eftir C.S. Lewis og svo ‘The Wanderer’, bara yndislegt…

  Svo er líka ‘Stay (faraway, so close)’ á Zooropa, en það er besta lag sem U2 hafa nokkurn tímann samið. 😉

 4. Nýja U2 platan er frábær. Drifin áfram af gítarleik The Edge enda fékk hann frjálsar hendur við tónlistarsköpunina meðan Bono heimsótti Bush, Blair og fleiri félaga og þrýsti á umbætur fyrir þriðja heiminn og niðurfellingu skulda. Textalega séð er þetta hins vegar persónulegasta plata Bono og nær hámarki með Sometimes you can’t make it on you own sem hann samdi á dánarbeði föður síns og flutti í jarðarförinni hans. HTDAAB er ekki besta U2 plata til þessa en hún ætti sérstaklega að höfða til þeirra sem þótti hljómsveitin fara út af strikinu með Achtung/Zooropa/Pop tímabilinu. Afturhvarf til Unforgettable Fire og Joshua Tree er ráðandi á nýju plötunni og með því stíga þeir skrefið í átt til fortíðar enn lengra en á All that you can’t… 9 í einkunn frá mér af 10 mögulegum þar sem Achtung Baby er toppurinn 10/10 í einkun.

Comments are closed.