Matvöruverslanir

Þegar ég kem inní góða matvöruverslun hérna í Bandaríkjunum líður mér oft einsog ég sé frá Kúbu. Hérna er ótrúlegt vöruúrval. Maður getur valið um 40 tegundir af gosdrykkjum, 50 tegundir af jógúrti og svo framvegis. Alltaf virðist vera að koma nýjar og nýjar vörutegundir inn. Í matvörubúðum á Íslandi virðist takmarkið frekar vera að takmarka vöruúrvalið. Það er auðvitað röng stefna. Ég vil hafa valið.