Meira um Safari

Ég rakst á tillögur Jason Kottke um það hvernig hægt væri að bæta Safari til að búa til “næstu kynslóð” af browserum. Hugmyndir hans eru alveg stórsniðugar. Hann leggur til að forrit einsog t.d. Sherlock (sem gerir Mac notendum auðveldara að finna upplýsingar um hlutabréf, kvikmyndir og fleira), Movabletype og NewsNetWire (sem gerir það sama og RSS molar) verði sameinuð í eitt forrit, sjálfan vafrann.

Allir netáhugamenn ættu að kíkja á pistilinn hans. Einnig er Matt Haughey með pælingar um Safari, sem eru áhugaverðar.

8 thoughts on “Meira um Safari”

 1. Ég er svosem ekkert sammála þessu, ég vil miklu frekar vera með góðan einfaldan vafra með mjög vel völdum fídusum heldur en endalausa flipa, hliðar slár, ofan og neðan slár o.s.frv.
  Þessi gaur kvartar líka yfir því að letur er smærra í Safari en öðrum vöfrum, það var eitt af því fyrsta sem ég tók eftir, og var bara hæstánægður! Það er kannski misjafnt eftir því hvernig skjá maður er með hvernig þetta kemur út?
  Svo hef ég nú aldrei getað notað tabbed browsing, fynnst miklu betra að vera með tvo glugga, og get séð í báða í einu, og smellt þannig á milli, svo er rosalega fljótlegt að nota ?

 2. Já, en ég hef vanist Tabbed browsing og ég vil allavegana hafa þann möguleika að geta notað það.

  Varðandi þetta með forritin, þá er það einfaldleikinn, sem hrífur mig við Safari. Mér finnst til dæmis Sidebar í Netscape algjörlegt drasl, þar sem það er alltof hægvirkt.

  Hins vegar finnst mér bookmarks fídusinn svo flottur í Safari að ég gæti trúað því að Apple gæti sett til dæmis Sherlock eiginleikunum á mjög einfaldan og smekklegan hátt inní forritið.

  Svo gæti líka hugsast að til dæmis Movabletype forritið yrði partur í þessu. Þá gæti maður fengið nokkurs konar ritvinnslu inní browserinn. Safari er með grunn að þessu (þú getur tékkað á stafsetningu í öllum form gluggum). Það væri hins vegar hægt að bæta þetta með því að leyfa til dæmis að gera bold, italic og svo framvegis (þetta er náttúrulega hægt að takmörkuðu leyti á PC).

  Sherlock og forrit einsog NewsNetWire eru gagnleg en ég er sammála Kottke í því að það sé dálítið rugl að vera að nota önnur forri til að enda svo aftur í browsernum. Það er til dæmis mjög þægilegt að finna bíótíma í Sherlock, en til að kaupa miðana þarf maður að smella link, sem opnar browser. Væri ekki lógískara að hafa þetta allt í browsernum.

  Annars er þetta náttúrlega frábært hjá Apple, því nú finnst mér loksins vera einhver umræða um að bæta browsera. Explorer (meira að segja á PC) hefur verið algjörlega staðnaður síðustu ár.

 3. Já, og hérna eru líka athyglisverðar pælingar fyrir þá, sem hanna vefsíður. Flestar síður, sem ég hef hannað virka bara mjög fínt í Safari (fyrir utan eina).

 4. Ég tó k e f t i r þ e s s u m eð l e t r ið líka e n fó r b a r a í v i e w / t e x t s i z e o g n ún a e r ég m eð þ e s s a fí n u s tæ k k a o g m i n n k a t a k k a milli fr a m – t i l b a k a o g r e l o a d .

  M é r f i n n s t s o l d ið g o t t að h a f a þe s s a t a k k a þa r n a þ ví t e x t i n n e r óþ a r f l e g a lí t i l l á s u m u m s íð u m o g þá k a n n s k i óþ a r f l e g a stó r á þ e i r r i s e m m að u r s k o ð a r í kjölfar r e – s i z e -íngar !

 5. Já Mozilla browserinn var að mínu mati sá besti fyrir tíma Safari, en vandamálið við hann var að hann var síður en svo alltaf að meika flóknar síður, sér í lagi dhtml og java dót.
  En Safari virkar mun betur allavegana á þeim síðum sem ég hef gert samanburð.

Comments are closed.