Mexíkó og Bandaríkin

Ég og Dan horfðum á Mexíkó og Bandaríkin í fyrradag. Ég hélt með Mexíkó en hann auðvitað með Bandaríkjunum. Ég vorkenni Mexíkóum afskaplega mikið eftir þennan ósigur.

Það er nefnilega þannig að fótboltinn var nokkurn veginn það eina, sem Mexíkóar voru betri í en Bandaríkjamenn. Það er erfitt að vera nágrannar valdamestu þjóðar í heimi og Mexíkóar eru með mikla minnimáttarkennd gagnvart nágrönnum sínum í norðri. Þeir gátu þó alltaf montað sig af því að þeir voru betri í fótbolta.

Ég man einu sinni þegar ég bjó í Mexíkó að ég var að tala við einn vin minn yfir nokkrum tequila staupum. Ég hélt því fram að Bandaríkjamenn væru á uppleið í fótboltanum á meðan það væri stöðnun í Mexíkó og því væru Bandaríkjamenn orðnir betri. Þetta var eina skiptið, sem mér tókst að reita Mexíkóbúa til reiði. Ég held að hann hefði verið alveg jafn reiður ef ég hefði kallað systur hans hóru.

Á spænsku sjónvarpsstöðvunum hér er bandaríska landsliðið kallað “El equipo de todos”, eða lið allra. Þetta er náttúrulega útaf því að flestir spænskumælandi geta sameinast um bandaríska liðið enda eru þeir frá öllum löndum Suður-Ameríku. Hins vegar þá halda mexíkóskir innflytjendur með Mexíkó. Jafnvel þeir, sem eru fæddir hér halda tryggð við Mexíkó. Þetta er því gríðarlegt áfall fyrir þá.