MJ snýr aftur

Það eru eflaust margir, sem hafa áhuga á endurkomu Michael Jordan. Fyrir þá, sem vilja fylgjast vel með í þeim málum vil ég benda á tvo afbragðs pistlahöfunda, sem skrifa fyrir tvö stærstu dagblöðin hér í Chicago.

Þeir eru Sam Smith, sem skrifar fyrir Chicago Tribune og Lacy Banks, sem skrifar fyrir Chicago Sun-Times. Báðir þessir blaðamenn skrifa um körfubolta og er Lacy Banks sérstaklega mikill áhugamaður um endurkomu Jordan.

Jordan æfir á hverjum degi hér í Chicago, en hann býr ennþá í borginni, þrátt fyrir að vinnan hans sé í Washington D.C.