Movable Type og Typepad

Þau Trott hjónin, sem eru snillingarnir á bak við Movable Type eru að fara að setja af stað blogg þjónustu, svipaða og Blogger, sem mun nefnast Typepad. Þetta mun verða þjónusta, sem notendur borga mánaðargjald fyrir. Þar mun fólk geta sett upp einfalt en fullkomið blogg, sem er vistað útí heimi. Þannig þarf fólk ekkert að hafa kunnáttu á PHP eða FTP eða Perl, sem er nauðsynleg til að fólk geti sett upp Movable Type, sem er án efa besta blogg kerfið í dag.

Ben Hammersley hefur fengið að prófa Typepad og hann skrifar um forritið í The Guardian. Þar segir meðal annars:

The features are remarkable: there is a very powerful, but extremely simple, template builder. Users can redesign their weblogs and create fully compliant XHTML pages, with out knowing what that last phrase means. There is a built-in photo album, built-in server stats, so you can see who is coming to visit you and from where, built-in blogrolling (listing the sites you like to read), and built-in listing for your music, books and friends, producing a complete friend-of-a-friend file for every user.

Þetta kerfi lofar mjög góðu og það verður spennandi að sjá hvernig þetta mun virka. Sennilega mun þetta ekki höfða til Movable Type notenda, þar sem þeir eru búnir að ganga í gegnum allt vesenið við að koma upp blogginu sínu, heldur fyrst og fremst þeirra, sem nota Blogger í dag en vilja bæta við eiginleikum við bloggin sín.

By the way, þá hvet ég alla, sem nota Movable Type til þess að leggja fram pening fyrir notkunina. Þau hjónin eiga það svo sannarlega skilið.

2 thoughts on “Movable Type og Typepad”

  1. Eg lagdi einmitt fram pening i upphafi thar sem eg fekk thau hjonin til ad setja kerfid upp fyrir mig. Geri rad fyrir ad margir hafi tekid thann kostinn.

    List vel a TypePad, vona ad sem flestir BlogSpot notendur kyli a ad skipta…

Comments are closed.