Næsta stopp: Indland

Í gær var ég í slagveðri á Íslandi, í dag í 15 stiga frosti í Stokkhólmi og á morgun er það svo Mumbai, þar sem er um 30 stiga hiti.

Við Margrét eyddum helginni á Íslandi þar sem að pabbi hennar hélt uppá fimmtugs afmæli sitt. Þrátt fyrir að þetta væri stutt heimsókn var hún ótrúlega skemmtileg og við náðum að gera mikið og hitta marga.

Í dag höfum við svo verið á fullu að undirbúa Indlandsferðina. Á morgun er það flug héðan til Zurich og svo þaðan til Mumbai. Ef allt gengur ættum við að vera í Mumbai um kl 10 annað kvöld.

Við getum ekki beðið.

One thought on “Næsta stopp: Indland”

Comments are closed.