NBA og Chicago

Af einhverjum ástæðum byrjaði ég að halda með Chicago Bulls stuttu eftir að ég flutti hingað til Chicago.

Einu sinni héldu allir, sem ég þekki heima á Íslandi með Bulls, en ég efa að margir séu eftir í þeim aðdáendahópi. Ætli þeir styðji ekki flestir Lakers, eða segist vera hættir að fylgjast með körfubolta.

Allavegana, þá voru Bulls að standa í athyglsiverðum leikmannaskiptum við Indiana. Bulls fengu Jalen Rose og Travis Best en létu Indiana fá Brad Miller, Kevin Ollie, Ron Mercer (Yesss!) og þeirra besta leikmann, Ron Artest.

Aðal körfuboltasérfræðingar dagblaðanna hérna í Chicago eru mjög ósammála um skiptin.

Lacy Banks hjá Suntimes er óánægður.
Sam Smith hjá Tribune finnst þetta frábær skipti

Ég held að ég hallist frekar á þá skoðun að þetta verði góð skipti. Ég hef talsverða trú á Tyson Chandler og Eddie Curry og að þeir verði góðir leikmenn á næstu árum. Ég hef horft á einhverja 10-15 leiki með Bulls og ég held að eini leikmaðurinn, sem þeir kunni að sakna verði Artest.

Vonandi að þessi skipti verði upphafið að einhverju góðu.