Nei, Hannes, nei

Jæja, þá er komið að því að veita hin árlegu verðlaun [eoe.is](https://www.eoe.is) fyrir leiðinlegustu frétt ársins. Verðlaunin í ár hlýtur:

**Öll umfjöllun um bók Hannesar Hólmsteins um Halldór Laxness!!!**

Jiminn eini, hvað þetta er þreytt umræða. Var ekki nóg að eyða síðustu jólum í þetta röfl. Rifrildi á milli bókmenntafræðinga er ekki athyglisvert fréttaefni, sama hverjir eiga í hlut. Takk fyrir.

3 thoughts on “Nei, Hannes, nei”

  1. Þetta rifrildi kemur bókmenntafræðingum ekkert við, né bókmenntafræðinni. Það eina sem tengir þetta við bókmenntafræðina er það að Helga Kress, sem ráðist hefur hvað harkalegast á HHG er eins langt til vinstri og hægt er að hugsa sér, og svarinn pólitískur erkióvinur HHG innan Háskólans, skilst okkur sem erum í bókmenntafræðinni. Við höfum þá vitneskju eftir öðrum kennurum, sem hlýtur að teljast sæmileg heimild…

    Og ég ætla rétt að vona að þú hafir ekki verið að gefa í skyn að bókmenntafræðin sé leiðinleg?!?!? 😡

    Nei, ókei, ég viðurkenni það samt að þetta var algjörlega langleiðinlegasta umræða ársins. Fyrir utan forsetakosningarnar hér heima, sem hefðu getað gert hvern mann brjálaðan ef þessar kosningar hefðu ekki verið svona óspennandi…

  2. Æ já, þetta bókmenntafræðis dæmi er auðvitað bara útaf þessari Helgu Kress.

    Bókmenntafræði er eflaust ágætis fag, en þetta röfl um Hannes er bara svo leiðinlegt að maður fær óbeit á öllum þeim hugtökum, sem tengjast því 🙂

  3. Ímyndaðu þér þá hvernig það var fyrir mig (og fleiri) að sitja í tímum hjá Helgu Kress í vor þegar þetta stóð sem hæst… ef einhverjum varð á að nefna þetta mál á nafn gat maður gleymt því að heyra fyrirlestur um námsefnið. Það var bara “ritstuldur þetta” og “Hannes hitt” í tvo tíma…

Comments are closed.