Niðurröðun á hagfræðideildum

Einn strákur, sem er með mér í hagfræðitíma benti mér á þessa athyglisverðu ritgerð. Höfundarnir (Kalaitzidakis, Mamuneas og Stengos) raða niður hagfræðideildum í helstu háskólum heims. Skólunum er raðað niður eftir því hve mikið af efni eftir prófessora viðkomandi skóla er birt og vitnað í. Þeir söfnuðu saman upplýsingum uppúr 30 helstu hagfræðitímaritum, sem gefin eru út.

Margt athyglisvert kemur út úr þessari niðurröðun. Til að mynda að efstu sautján skólarnir eru allir í Bandaríkjunum. Fyrstur evrópskra skóla er Tilburg í Hollandi, númer tvö er London School of Economics.

Annars lítur topp 25 listinn svona út:

 1. Harvard
 2. University of Chicago
 3. MIT
 4. Northwestern
 5. University of Pennsylvania
 6. Yale
 7. Princeton
 8. Stanford
 9. Berkeley
 10. NYU
 11. Columbia
 12. UCA San Diego
 13. University of Michigan
 14. UCLA
 15. Cornell
 16. University of Texas, Austin
 17. University of Rochester
 18. Tilburg (Holland)
 19. University of Wisconsin – Madison
 20. London School of Economics (England)
 21. University of Minnesota
 22. Boston University
 23. University of Toronto (Kanada)
 24. Brown
 25. Tel Aviv University (Ísrael)