Nooomah!

a_nomar_frt.jpg

Ja hérna. Ég kem heim úr góðri þriggja daga útilegu, kíki á netið og hvað sé ég?

[Nooooomar er kominn til Chicago Cubs](http://chicagosports.chicagotribune.com/sports/baseball/cubs/cs-040731cubsdeadline,1,5151176.story?coll=cs-cubs-headlines)!!

Ég veit að það eru sirka einn Íslendingur (ég), sem er spenntur yfir þessu, en ég bara varð að deila þessu með ykkur. Þið vitið ekki hversu svakalega glaður ég er. Þetta er ekki hægt. Þetta væri einsog að Liverpool myndu kaupa Beckham fyrir hundrað þúsund kall. Chicago fékk Nomar Garciaparra fyrir einhverja aukvissa!!! [Menn](http://chicagosports.chicagotribune.com/sports/baseball/cubs/cs-040801morrissey,1,595841.column?coll=cs-cubs-utility) [trúa](http://chicagosports.chicagotribune.com/sports/baseball/cubs/cs-040731rogers,1,1354653.column?coll=cs-cubs-headlines) [þessu ekki](http://chicagosports.chicagotribune.com/sports/columnists/cs-040731downey,1,1416747.column?coll=cs-cubs-utility)!

[Nomar Garciaparra](http://chicago.cubs.mlb.com/NASApp/mlb/team/player.jsp?player_id=114596) er einn allra besti leikmaðurinn í hafnaboltaheiminum. Hann er átrúnaðargoð allra Boston búa, þrátt fyrir að hann hafi verið slappur þetta árið.

Dan vinur minn (sem er Boston og Chicago aðdáandi) dýrkaði hann og hefði sennilega þurft hjartahnoð ef að Nooomah hefði farið til annars liðs en Chicago. Jei, ég er svooo ánægður. Svo stefnir allt í að ég farið til USA í ágúst og þá hef ég ábyggilega tækifæri til að sjá Nomar spila fyrir Chicago Cubs.

Hæ hó jibbí jei!

4 thoughts on “Nooomah!”

 1. “Bölv ragn helv..” Talandi um curse, þá sýnist mér Red Sox vera að kalla yfir sig annað “curse”

  Loksins þegar þeir voru með liðið til að klára dæmið þá láta þeir Nomar fara? Díses h kræst. Andskotinn sjálfur. Þarf ég nú líka að fara verða Cubs fan? Er smá miður mín. Get ekki skrifað um þetta.

  Það er klúður heimsins að Red Sox skyldu hvorki hafa klárað dæmið í fyrra né að gera það í ár. Manny er og hefur verið minn maður en hann klárar þetta ekki einn. Fjandinn!

 2. Ps. Nomar slappur í ár? Hmm, ég veit ekki hvers vegna e-m dettur í hug að hann sé slappur. Eða eru margir að gera betur?

  Damn, ég er alveg ótrúlega pirraður. Eins og e-r í Boston hafi dottið á hausinn. Fyrir þá sem ekki hafa búið í Boston þá er þetta ekkert smámál. Fólk á eftir að þurfa að leita til sálfræðinga út af þessari krísu. Nomar svikari

 3. Já, slappur kannski á mælikvarða Nomars. Hann hefur verið góður í sókn en ekki nógu öruggur í vörn. Svo hafa Boston aðdáendur verið að kvarta (ha, Boston aðdáendur að kvarta?) yfir því að hann hafi ekki sýnt nógu mikið keppnisskap í ár. Það var augljóst að það hafði áhrif á hann að liðið gerði allt sem það gat til að ná í A-Rod í staðinn fyrir hann.

  Og aaaalveg rólegur með að segja að Nomar sé svikari. Liðið reyndi allt til að fá annan í staðinn fyrir hann og þegar það gekk ekki upp, þá er varla hægt að ætlast til að hann verði bara ánægður áfram.

 4. Hehehe 🙂 Nomar er áfram minn maður. Held að svekkelsið frá í fyrra hafi snúið Bostonbúm gegn honum.

  Samt alveg ótrúlegt að núna í ár, þegar Red Sox eru með þvílíka liðið og mjög líklegir kandidatar til að vinna, skuli þeir láta einn aðalmanninn fara. Damn

Comments are closed.