Notaleg vinna

Eitt af því góða við það að vera að vinna í stað þess að vera í skóla er að maður getur farið heim á kvöldin án þess að hafa samviskubit yfir því að maður sé ekki að læra eða gera eitthvað. Þegar ég er í skóla finnst mér það alltaf vera eitthvað, sem mig vantar að gera. Maður gæti alltaf verið að reikna hagfræðidæmi í stað þess að horfa á sjónvarpið.

Þegar maður er að vinna er þetta öðruvísi. Gott dæmi um það er dagurinn í dag. Núna á ég ekki nema um 15 mínútur eftir af vinnunni og svo tekur við klukkutími í umferðarteppu. Síðan eftir það er ég alveg laus. Ég fór út að hlaupa í morgun og því get ég gert hvað sem mér hentar, án þess að vera með neitt samviskubit.

Það er góð tilfinning.