Nýr sími

Hæ hó jibbí jei og jibbííí jei – ég er kominn með nýjan síma.

Hann er svo fallegur að ég þori varla að koma við hann. Emil samþykkti þá fullyrðingu mína að röddin mín hljómaði enn meira sexí en vanalega þegar ég talaði við hann í nýja símanum. Og ef einhver þekkir rödd mína í síma þá ætti það að vera hann.

Nýji síminni minn

Ég hef hingað til horft eingöngu til samlokusíma, en þegar ég sá þennan síma þá varð ég gríðarlega hrifinn. Ég held að ég fíli svona slider síma jafnvel betur. Eina er að skjárinn mun eflaust rispast auðveldlega. Annars þá fórum við Emil í sirka 10 búðir til að finna símann, þar sem hann reyndist uppseldur á flestum stöðum í Stokkhólmi.

Nýji síminn er með 3,2 megapixla myndavél, þannig að ég verð væntanlega enn duglegri við að setja inn myndir af sjálfum mér, sem hlýtur að vera fagnaðarefni.

12 thoughts on “Nýr sími”

 1. Mér finnst það fagnaðarefni.. enda eru bara alveg ágætlega myndarlegur maður…
  kv
  Kolla

 2. Til hamingju með síman… virðist vera flottur…. og gaman að vita að einhver annar en sony séu komnir með svona magnaðar myndavélar í símana sína… og segir mér að sony sé að koma með öflugri myndavél … því þeir eru og verða leiðandi í myndavéla símum…. en já flottur sími..

 3. Hef aldrei átt annað en Nokia, hringja og tala, og öfugt. Serrano við Hringbraut er minn staður. En einn starfskraftur sker sig þar úr. Ég versla helst aldrei við aðra en hana. Hún er minn maður og ef hennar nyti ekki við þá…HA? Ef maður kann ekki vel við fólkið sem býr til matinn sem maður borðar þá fyllist maður efasemdum.
  Ekki tók ég eftir nafnspjaldi, eða stjörnum, en Serrano hefur sannað sig, spjátrungarnir í velferðaríkinu hafa sannað það.

 4. Takk Kolla. 🙂

  Og Kristján, ég er ekki almennilega búinn að prófa myndavélina. Hún er kannski örlítið hæg, en virðist skila frábærum myndum.

  Og Einar, gaman að heyra! Þarf að impra á þessum nafnspjaldamálum svo þú vitir hvað hún heitir.

 5. váááááááá fínn sími!! og ég er mjög ánægð með að þú farir að setja fleiri myndir af þér, þú verður að nálgast mig;)

  og ég er sammála einari, það er alveg udmærket!

 6. Ég fullyrði að þessi sími hefur ekkert í nýja Nokia N73 símann minn. Ég ætti að vita það, ég valdi á milli þessara tveggja og íhugaði málið í svona mánuð áður en ég tók ákvörðun. Sé ekki eftir henni.

  Plís, ekki láta mig sjá eftir henni.

 7. Kristján, ég spurði vin minn sem var með mér útí Stokkhólmi hvort hann héldi að ég myndi velja.

  a) ljótur sími með alla mögulega fídusa í heiminum, sem syncar fullkomlega við allar tölvur, er með mikið minni, vekur þig á morgnana og útbýr kaffi handa þér…

  eða…

  b) fallegasta síma í heimi!

  Vinur minn þekkti mig nógu vel til að vita að ég myndi alltaf velja b. 🙂

  Þannig að mér er nokk sama hvað N73 gerir. Minn er bara svo FALLEGUR! (já, og svo er hann slider).

 8. It’s maybe not the prettiest one, en ég elska N95 símann minn 5mpx myndavél, wifi og innbyggt gps er akkúrat það sem mig vantaði, skiptir minna máli með útvarpið.

 9. Til hamingju með nýja símann, hann er verulegur lúkker! En ég hata Samsung, þar sem allir Samsung símarnir sem ég hef átt voru algjört rusl, og þess vegna forðast ég alltaf að kaupa Samsung.

  Ég á Nokia 6280 (slider sími eins og þinn) í dag og ég held að þeir séu lang þægilegastir – fyrir utan það að skjárinn er mjög illa varinn fyrir hnjaski og rispum.

 10. Áður en ég keypti þennan síma þá var ég búinn að eiga sama Samsung símann í 2 ár. Þannig að ég myndi segja að þú hafir verið óheppinn.

  Annars er ég sammála um að Nokia símarnir séu að vissu leyti betri. En það er ekki til mjórri og fallegri slider sími en þessi Samsung sími minn.

Comments are closed.