Ömurlegheit

Núna hefur magaverkur bæst í fjölbreytta flóru veikinda hjá mér. Núna er ég að jafna mig á hné-aðgerð, með hausverk, viðbjóðslega hálsbólgu og kvef. Þessu viðbótar er kærastan mín í útlöndum þannig að það er enginn hérna til að vorkenna mér – og svo er ég að fara í vinnuferð til útlanda á mánudaginn.

Sjálfsvorkunin hefur náð nýjum og óvæntum hæðum.

* * *

Til viðbótar því að ég er að undirbúa vinnuferðina, þá er ég líka að flytja úr íbúðinni minni. Ég seldi hana fyrir einhverjum vikum og þarf að afhenda hana í næstu viku. Þar sem ég er að fara til Stokkhólms á mánudagsmorgun þá þarf ég að klára að flytja allt draslið mitt útúr íbúðinni á sunnudaginn. Þar sem hnéð er enn í rugli þá á ég voðalega erfitt með að flytja hluti niður fjórar hæðir þannig að ég þarf sennilega að væla einhverja greiða útúr vinum mínum.

Væl væl væææææl!

* * *

Í viðbót við allt þetta þá fer það viðbjóðslega í taugarnar á mér að sumarið á Íslandi sé búið í kringum miðjan ágúst mánuð.

Ok, núna þarf ég ekki að tuða meira næstu vikurnar.

7 thoughts on “Ömurlegheit”

  1. i feel you bro!

    ofan í öll veikindin mín, þá þarf ég einmitt að flytja á eftir líka!!

    ég gerði reyndar hið ótrúlega, sem var að selja flestöll húsgögnin með íbúðinni svo það er ekki mjög mikið sem þarf að flytja

  2. Ha ha, við erum alveg eins! Ég seldi ÖLL húsgögnin með íbúðinni minni. Þannig að ég þarf bara að flytja nokkra kassa, tölvu og sjónvarp. Guði sé lof!

  3. hehe ég seldi öll nema borðstofuborðið hennar ömmu heitinnar
    kunni ekki við að láta það fylgja með;)

    svo gaf ég leigjandanum mínum sjónvarpið heh..

    ég þarf bara að sækja þetta borð og tjald og kaffivél

    djö erum við eins!

  4. Það er ömurlegt að flytja svona illa til reika. Þú getur hinsvegar huggað þig við það að þú getur hent gasgrillinu bara fram af svölunum,… þarft ekki að eyða krafti í að bera það niður. Seldirðu íbúðina ekki líka með öllu draslinu? Myndi hjálpa þér, vinur, ef ég væri ekki hérna í konungsríkinu. Kv. Borgþór og fjölsk.

  5. Já, heyrðu, við Emil redduðum grillinu og þetta eru nú ekki merkilegir flutningar. Ég er búinn að fá 3 menn til að aðstoða mig sirka klukkutíma í senn og þetta er að mestu búið.

    Skila kveðju til sæluríkis jafnaðarmann.

Comments are closed.