Öruggur sigur!

OwenNei, kannski var þessi sigur hjá Liverpool í dag ekki alveg öruggur. Chelsea léku hálf varfærnislega og þeir áttu ekki skot á mark í seinni hálfleiknum. Ég hélt þó að þetta myndi enda með jafntefli en auðvitað kom snillingurinn Michael Owen til bjargar.

Hjá Chelsea voru það frakkarnir tveir, Desailly og Gallas, sem voru þeirra bestu menn. Þeir héldu Owen og Heskey algerlega niðri en þegar Baros kom inná þá átti Desailly í stökustu vandræðum með hann. Eins og svo oft áður á þessu tímabili var Dietmar Hamann besti maður Liverpool. Það er alveg hreint lygilegt hvað hann stöðvar margar sóknir andstæðinganna. Dudek varði ekki eitt skot, þrátt fyrir að Liverpool hefðu verið slakari aðilinn mestallan leikinn.

Það eru akkúrat svona leikir, sem Liverpool þarf að vinna, til að geta orðið meistarar. Leikir, þar sem þeir lenda í basli en ná á einhvern hátt að finna einhverja leið til að brjóta andstæðingana á bak aftur.

Ég spái því að Arsenal tapi næsta leik. Ég hef ekki hugmynd um við hverja þeir spila, en ég veit bara að nú munu þeir tapa.