Ótrúlegur dagur fyrir Liverpool!

Það er búið að vera magnað að fylgjast með bresku knattspyrnusíðunum í dag. Mest lætin eru í kringum markvaraðakaup Liverpool.

Þetta virðist allt hafa endað með því að Liverpool eru búnir að kaupa TVO markverði. Bæði Jerzy Dudek, markvörð pólska landsliðsins og Chris Kirkland, markvörð enska 21-árs landsliðsins, og er Kirkland orðinn dýrasti enski markvörður allra tíma.

Þetta eru sannarlega ótrúlegar fréttir. Ég hef alltaf staðið við bakið á Sander Westerveld, aðalmarkverði Liverpool og tel ég hann vera næst besta markvörðinn í ensku deildinni (á eftir van der Saar) en Houllier virðist ekki alveg vera sammála mér. En Houllier hefur nú oftast rétt fyrir sér, þannig að maður treystir honum.

ps. ég er að skúbba bæði moggann og vísi